þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Veitingastaða-gagnrýni:

... fór með Viðari Keðju Guðjónssyni að borða í hádeginu. Fyrir valinu varð tælenskur staður sem heitir eitthvað. Hann er rétt hjá þar sem skipperinn var. Í hvítu litlu húsi.

... ég fékk mér kjúklinga-núðlu rétt með einhverri rauðri sósu og hnetum og grænmeti. Borgaði fyrir þetta 850 kr.

Þetta var vel útilátið hjá þeim, og var ég langt frá því að klára. Þetta byrjaði mjög vel, en eftir því sem leið á kássuna fór mér að lítast verr og verr á þetta. Hugsaði líklega of mikið um gamlar slæmar minningar frá Thai matstofunni í Faxafeni (en það er einmitt staður sem enginn á að fara á, og hefur hlotið ævilangt viðskiptabann).

Ég ætla ekki að setja viðskiptabann á þennan stað, þar sem ég hef bara prófað einn rétt, en verið er að skoða viðskiptaþvinganir.

Farinn á klóið,
Hagnaðurinn