Helstu niðurstöður:
- Hagnaður Hagnaðarins fyrir skatta á tímabilinu var óverulegur, samanborið við smávægilegt tap á sama tímabili í fyrra. Skýrist það aðallega af kostnaðarsamri utanlandsferð.
- Hagnaður Hagnaðarins eftir skatta á tímabilinu var enn minni, samanborið við ennþá minna tap á sama tímabili í fyrra.
- Hagnaður Hagnaðarins á 2. ársfjórðungi var réttu megin við núllið, og er það mikil framför frá sama tímabili í fyrra, sem og frá fyrsta fjórðungi ársins.
- Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 22% sem jafngildir 49% arðsemi á ársgrundvelli. Skýrist þessi háa arðsemi af lágu eiginfjárhlutfalli.
- Hagnaður á hverja krónu nafnverðs hlutafjár var 1,07 krónur.
- Heildareignir í lok tímabilsins voru um 1.200.000 kr. Eru flestar þær eignir bundnar í mubblum og dóti sem hangir á vegg, auk Gráu Eldingarinnar.
- Eigið fé í lok tímabilsins var 7 krónur.
Framtíðarhorfur:
Framtíðarhorfur eru almennt góðar. Hagnaður Hagnaðarins á seinni hluta ársins mun að mestu ráðast af gengi íslensku krónunnar, vaxtamun við útlönd, þróun hlutabréfaverðs, og eyðslu Hörpu í Florida.
Stjórn félagsins telur að með samstíga átaki megi hafa hemil á öllum þessum óvissuþáttum, sem mun skila aukinni framlegð og hamingju, auk mikils Hagnaðar.
Nánari upplýsingar veitir Mike Novick, fréttafulltrúi Hagnaðarins í síma 555-2424
<< Home