mánudagur, ágúst 23, 2004

Helgin ...

Föstudagur:
Það var hressandi vinnudagur á föstudaginn. Var að vinna við að gefa fólki bjór, jagermeister, koníak, samlokur, nammi og fleira á golfmóti Landsbankans, sem haldið var í Grafarholti.

Þetta var alveg helvíti flott mót, og veðurblíðan var með eindæmum góð, eins og flestir vita, og ekki skemmdi fyrir að gefa fengið sér nokkra kalda sjálfur.

Um kvöldið var svo horft á myndina Skrímslið (e. Monster), með Charlize Theron og Christinu Ricci í aðalhlutverki. Það var góð mynd, eins og búist var við, og Charlize var alveg ógeðsleg, og átti Óskarsverðlaunin svo sannarlega skilin.

Laugardagur:
Það var vaknað klukkan 07:00 am á laugardagsmorgun og brugðið sér í golf á Húsatóftavelli í Grindavík ásamt Jack Bauer.

Þetta er ágætis völlur, 13 holur, og grínin voru í sæmilegu standi, þó þau hafi verið soldið hæg. Erfitt að fara á sveitavöll þegar maður er búinn að vera að spila GR, Akranes og fleiri góða velli.

Spilamennskan gekk mjög vel hjá okkur báðum. Ég kláraði á 88 (44, 44) , eða alls 41 punkti. Maður var að dræva vel, chippin nokkuð soldid, og púttin hreinasta snilld.

Við þetta lækkaði ég niður í 19,9 í forgjöf!!!

Jack Bauer gerði betur. Hann spilaði á 81 höggi, alls 39 punkti, og lækkaði einnig í forgjöf.

Góður dagur, og búnir að spila klukkan 11:30 am; sem er afar gott.

Liverpool - Man. City - Pítsuveislu:
Að loknu golfi var brunað í bæinn á Fordinum. Klassa bíll, en litasamsetningin ekki alveg nógu góð. Skellt sér í Nettó, með nýju lógói, en sama búðin. Keypt voru inn hráefni fyrir pítsuveislu.

Pítsuveislurnar eru að verða fastur liður í menningu Reykjavíkurborgar, og eftirvæntingin eftir næstu veislu er mikil. Oft komast færri að en vilja.

Að þessu sinni komust eftirtaldir að: Jack Bauer, Chase Edmunds, David Palmer og Aaron Pierce, og gestgjafans Tony Almeida.

Veislan gekk ágætlega þrátt fyrir að tíminn hafi verið naumur. Bakaðar voru 10 pítsur, hlaðnar áleggi á nýhefaðan og útflattan botninn. Þetta voru ekki mínar bestu pítsur. Helsta ástæðan var ostleysi, en tímaleysi spilaði einnig rullu. Málið var að ég hafði þær ekki alveg nógu lengi í ofninum.

Síðan var horft á Liverpool vinna City. Bara létt, og ekki skemmir fyrir að vera með bæði Gerrard og Baros í draumaliðinu.

Um kvöldið var svo hist heima hjá Mr. Palmer. Þar mætti Wayne og frú. Kynnti frú Palmer hann sem sigurvegara Landsbankamótsins í golfi. Ég hélt að hann væri aðstoðarmaður forsetans.

Í verðlaun fékk hann 8 daga ferð til Florida fyrir tvo, með hóteli og bílaleigubíl og einhverjum golfhringjum. Ansi magnað helvíti hjá Gráa..... jamm-jamm-jamm.

Rétt fyrir 23:00 pm var svo farið í bæinn til að sjá flugelda springa. Ég var á bíl. Djöfull var það hressandi. Það eru tveir dagar á ári sem er algert rugl að djamma; menningarnótt og gamlárskvöld. Sem betur fer hættir maður sér aldrei í bæinn á gamlárs.

Samt drullu hressandi að sjá fullt af fullu ungu fólki labbandi framogtilbaka. Minnti á gamla góða tíma.

Sunnudagur:
Ræktin klukkan 10:00 am.

Arsenal drullu góðir.

Stumpasigur um kvöldið.

Bloggi er lokið.
Hagnaðurinn