Loksins Loksins - Kvikmyndadómur!!!
The Girl Next Door - http://www.imdb.com/title/tt0265208/ (á eftir að læra að gera link í nýja blogger)
... "Stelpan í næsta" skartar hinni glæsilegu Elishu Cuthbert í aðalhlutverki. Hún er einnig þekkt sem Kim Bauer í hinum stórkostlegu þáttum 24. Í öðrum hlutverkum eru einhverjir óþekktir leikarar.
... Það hefur verið beðið eftir fáum myndum með jafn mikilli eftirvæntingu. Upp í hugann koma myndir eins og Matrix 2 og Kill Bill, seinni hluti.
Söguþráðurinn í myndinni er magnþrunginn. Þetta er ástarsaga eins og þær gerast bestar. Myndin segir frá Matthew, sem er senior í high school. Hann lifir fábrotnu lífi þar til hann kynnist hinni glæsilegu Danielle (Elisha). Matthew verður ástfanginn af henni, en kemst svo að því að hún er klámmyndastjarna. Honum er brugðið í fyrstu, en áttar sig svo fljótlega á því að hann elskar hana þrátt fyrir þessa fortíð (hún er sko að reyna að hætta í bransanum).
... inní söguþráðinn flettast svo margar skemmtilegar kringumstæður, vandræði hér og vandræði þar, en að lokum endar þetta með því að ..........
Handritshöfundarnir eiga hrós skilið fyrir vel skrifaðar senur með Elishu. Hún er hér í heldur ólíkara hlutverki en þegar hún leikur Kim Bauer. Þrátt fyrir það sýnir hún mikinn styrk sem leikkona. Á hún hreint stórkostlega spretti. Spretti sem myndu aldrei sjást í 24.
Aðrir leikarar eiga einnig ágæta spretti. Sérstaklega á karakter að nafni Kelly fína sprettu og heldur hann gamanhliðinni uppi. Þetta er jú rómantísk gamanmynd.
Gæði myndatöku:
Gæði upptökunnar eru ekki góð. Greinilegt er að einhver hefur stolist með upptökuvél í bíó. Líður myndin svolítið fyrir það. Sérstaklega hljóðgæði. En segja má að myndgæði séu góð. Ef þú skilur hvað ég meina, félagi.
Í hnotskurn:
Stelpan í næsta húsi er frábær skemmtun, bæði fyrir stráka og stelpur, og ætti þetta að vera frábær mynd fyrir stefnumót. Strákurinn fær að sjá Elishu, hina kanadísku, fara á kostum, og stelpan fær að upplifa skemmtilega rómantíska gamanmynd; eitthvað sem margar stelpur hafa gaman af.
86/100*
Stuðkveðjur,
Hagnaðurinn
<< Home