miðvikudagur, mars 31, 2004

44.300 heimsóknir....

Nú vill ég að þú, lesandi góður, giskir á það hvenær 50.000-asti gesturinn lítur við.

Vegleg verðlaun í boði.

Kv. Hagnaðurinn
Suður-Ameríka í hádeginu....?

.... Neeei. Asía í hádeginu.

Víííííííhaaaaaaaaaaaa.
Enn vinna Lakers...

... núna var það yfirburðasigur gegn Hornets.

Ég hef einu sinni séð Lakers spila. Það var einmitt gegn Hornets, þá í Charlotte (þeir eru núna í New Orleans... en þangað hef ég einmitt komið).

Kobe skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út.

Langaði bara að rifja þetta upp.

Kv. Hagnaðurinn

þriðjudagur, mars 30, 2004

Árið í fyrra var mjög slæmt íþróttalega séð...

... og aðeins eitt lið vann sem ég held með. Það voru drengirnir í Tampa í NFL deildinni.

Svona gekk annars þessum helstu liðum.
Yankees unnu ekki... komust samt í úrslit.
Lakers unnu ekki. Mistókst að vinna 4ða árið í röð.
Liverpool unnu ekki og voru ömurlegir.
Barcelona unnu ekki.
Napoli unnu ekki. Eru að berjast í seríu B.

Þetta ár gæti orðið verra:
New England unnu NFL.
Yankees gætu farið að vinna, enda komnir með A-Rod.
Lakers eiga að vinna, annars verð ég brjál og skalla veggi.
Liverpool munu ekkert vinna, og missa auk þess af 4ða sætinu.
Barcelona eru búnir að vera stórkostlegir síðustu mánuðina, og ég held þeir vinni spænsku deildina.
Napolí gætu fallið úr seríu B.

Í heildina ætti þetta því að vera frekar magurt ár, en ég er helst að treysta á Lakers. Já, og Strumpana.

Stuð,
Hagnaðurinn
Hvor er ég...

... Ben Stiller eða Owen Wilson?
Da Vinci Skjölin...

... á að vera einhver voða rosaleg bók. Vissi ekkert um hvað hún var, en ákvað að horfa á einhvern þátt á Stöð 2 í gær til að svala forvitni minni.

Og þvílík leiðindi sem það voru.
Var María Magdalena gleðikona?
Var Jesús giftur?
Áttu þau son sem ólst upp í leynisamfélagi í Frakklandi?

Hverjum er ekki drullusama?

Þá er nú Harry Pothead og Arnaldur Indriða skemmtilegri.

Kv. Hagnaðurinn

mánudagur, mars 29, 2004

Mér var sagt að ég hefði...

... lent í öðru sæti í danskeppni um helgina.

Leiðinlegt að hafa ekki unnið.

Hagnaðurinn

föstudagur, mars 26, 2004

Ætlaði að fara að æsa mig yfir Liverpool...

... en nenni því eiginlega ekki.

Ætlaði einnig að fara að brjálast útí Barcelona.... en bíð aðeins með það.

Lakers - Minnesota í nótt. Ég skalla vegg ef Lakers vinna ekki.

Ómarkvisst blogg,
Hagnaðurinn
Miðað við hlaup....

... Hagnaðarins síðustu tvo daga er hann kominn fjórðung af leið til Selfoss. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru 57 km. til Selfoss um Hellisheiði. Reikniði nú. Miðað við þessa framvindu verð ég kominn þangað seint í næstu viku.

Hagnaðurinn hefur ekki upplýsingar hversu langt er frá Selfossi að heimili Fjölla Þ.

Svona er þetta bara,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, mars 25, 2004

Af ferðum Hagnaðarins...

... eins og komið hefur fram í umræðuþráðum Hagnaðarins hefur hann náð samkomulagi við íþróttafélag hér í Reykjavík. Eins og gefur að skilja er ekki um neitt smá-félag að ræða.

Fréttatilkynning:
Skömmu eftir miðnætti miðvikudaginn 24. mars 2004 náði Haukur Snær Hauksson, betur þekktur sem Hagnaðurinn, munnlegu samkomulagi við íþróttafélagið ´Strumpar’ sem staðsett er í Reykjavík. Samkomulagið er ekki til neins ákveðins tíma, heldur einskorðast af áhuga og vilja beggja aðila. Líklegast verður þetta einungis til skamms tíma, en aldrei að segja aldrei.

Við þessi merkilegu tímamót hafði Hagnaðurinn þetta að segja:
Mig langar að þakka Strumpunum fyrir að gefa mér þetta tækifæri til að stunda heilbrigt líferni í góðum félagsskap. Vonandi munu báðir aðilar hafa bæði gagn og gaman af þessum tíma. Þetta samkomulag er svolítið í anda Hrefnu Jóhannesdóttur, sem einmitt kom í Séð og Heyrt þennan sama til að auglýsa að hún væri á lausu.

Lítið er hægt að gefa upp um nánari atriði samkomulagsins að svo stöddu. Löglærðir menn hafa yfirfarið samkomulagið og stenst það íslensk lög.

Virðingarfyllst,
Strumparnir


Svona gerast kaupin á eyrinni.

Hagnaðurinn getur einnig staðfest þrálátan orðróm um að fleiri lið óski eftir hans kröftum á komandi tímabili. Öll þessi lið verða í engri samkeppni um Evrópusæti á komandi tímabili.

Kv. Hagnaðurinn
Hagnaðurinn hefur skráð sig í námskeið fyrir haustið...

... og varð hálfgerður hrærigrautur fyrir valinu. Eftirfarandi námskeið voru á listanum:

Þættir í tölfræði
Greining ársreikninga
Skattskil I
Skattskil II
Enduskoðun I
Reikningshald IV – Ársreikningagerð


Tvö efstu eru hluti af Master-prógrami. Hin 4 eru valfög úr grunnnámi. Öll eru þau á bókhalda/endurskoðunar línu. Hagnaðurinn hefur hingað til einbeitt sér að fjármálum. Telur hann tilvalið að bæta við sig á fleiri sviðum.

Þetta miðast raunir við að ég fái ekki vinnu, sem er ekki að fara að gerast.

Jájájá, hressandi,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, mars 24, 2004

Comeback ársins í uppsiglingu?....

... já, mínir kæru lesendur, nú er allt að gerast. Alls hafa 5 lið óskað eftir því að Hagnaðurinn spili með þeim næstkomandi sumar. Þá virðist vera sem President sé orðinn umboðsmaður hans. Liðin sem um ræðir verða eigi gefin upp hérna, en málið er á viðkvæmu stigi.

Í tilefni af þessum sögusögnum og af öðrum ástæðum fór Hagnaðurinn á knattspyrnuæfingu innanhúss í gær. Það var nokkuð hressandi. Enginn klobbi þó en gæti gerst í kvöld þegar um alvöru comeback verður að ræða.

Stay tuned,
Hagnaðurinn
Þekki hann ekki en þakka hlý orð í minn garð.

Ræktum garðinn okkar.

Kv. Hagnaðurinn

þriðjudagur, mars 23, 2004

Þriðjudagurinn hressi...

... Hvað er annars efst á baugi? Jón Ásgeir?

Eurovision lagið er komið út. Rusl segi ég. Horfði á það heima í Kleifarseli á efri hæðinni og það var hræðilegt. Prófaði að fara niður og horfa þar; alveg jafn vont.

Hvað er annað að gerast? Internet, megabæt, Tvíhöfði. Alltaf gaman af tvíhöfðanum á morgnana á leiðinni í skólann. Ætli það sé einhver þarna úti með greindarvísitölu yfir 80 sem hlustar á morgunþáttinn á FM.

Mig dreymdi lítinn draum. Raunar ekki. Ég vaknaði í spenningskasti í nótt... hafði þá dreymt næstu 6-8 þættina í 24. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu margir þættir þetta voru því í draumnum var ég Tony Almeida og fyrir honum (mér) er þetta "raunveruleikinn" en ekki sjónvarpsefni.

Allavega, þá hafði söguþráðurinn dregið okkur alla leið til Íslands í blokk í fellunum og Jack var alveg brjálaður. Já, svona geta draumar verið magnaðir.

Jæja, 5 ára afmæli í dag.
Best að gera eitthvað af viti.
Hagnaðurinn

mánudagur, mars 22, 2004

Eftir eins og hálfs árs dvala...

... er Hagnaðurinn aftur farinn að hreyfa sig.

Síðastliðnir 10 dagar hafa farið í útihlaup, körfuknattleik, innihlaup, innihjólareiðar og fleira... 20 km. hjólreiðar í dag og 4 km. innihlaup.

Ekki amalegt það.

Maður verður að vera í formi fyrir golfið... og jafnvel eitthvað annað...

Kv. Hagnaðurinn

laugardagur, mars 20, 2004

Tónleikaumfjöllun – Damien Rice

... varla hefur það farið framhjá lesendum Hagnaðarins að hann var að fara á tónleika í gær með Damien Rice. Hérna er mín upplifun:

Húsið átti að opna klukkan 22:00, og eins og sannur Íslendingur var maður tískulega seinn, þ.e. góðum fimmtán mínútum. Reyndist vera gríðarlega löng röð fyrir utan Nasa sem náði örugglega góða 100 metra. Má geta sér þess til að allir 600 tónleikagestirnir hafi verið í þessari röð. Meðal annars var franskt par fyrir framan okkur. Þau virtust halda að þau væru að fara á ball eða eitthvað álíka. Kom svo í ljós að þau voru ekki með miða. Samt örugglega hressandi að bíða í 20 mínútur í röð á Austurvelli.

Harpa var að vona að þetta yrðu sitji-tónleikar. Svo var ekki. Þurftum við því að finna okkur góðan stað. Okkar tókst það við hliðina á sviðinu. Eiginlega bara nokkuð góður staður. Svo leið og beið.

Upphitunarband kvöldsins var ‘Lucky Four’. Þetta eru tveir náungar með kassagítar, einn Íslendingur og einn Breti. Íslendingurinn var með bein í nefinu, í orðsins fyllstu merkingu. Það var ekkert sérstaklega fallegt. Kannski að hann hafi talið sig vera indíána. Þeir spiluðu einhver 5-6 lög. Þau virtust nokkuð hressandi en Hagnaðurinn var ekki með fulla einbeitingu af tveimur ástæðan og önnur þeirra var kliðurinn í húsinu.

Hin var Damien Rice.
Mjög fljótlega eftir að ‘Lucky Four’ byrjuðu að spila kom Damien á staðinn sem við vorum og stóð við hliðina á mér. Ég held ég hafi verið eini maðurinn á svæðinu sem hafi fattað það. Gæinn er mjög lítill; minni en ég, með úfið hár, órakaður, og rónalegur til fara. Allavega...

... þá hef ég pælt í því hvað ég myndi gera ef ég kæmist í návist við einhvern frægan. Það er til fólk sem myndi stökkva til, taka myndir og fá eiginhandaráritanir. Ég var ekki með myndavél, né blað og penna svo það var úr sögunni. Það hefði verið kjánalegt að byrja bara með eitthvað spjall eins ‘I´m a big fan of yours’ eða eitthvað álíka. Af þeim ástæðum sleppti ég því. Nokkru seinna var greinilegt að drukkið fólk á svæðinu fattaði þetta og fór að angra hann (tala við hann). Ég var ekki sá gæi.

Eftir smá tíma kom kappinn svo einn á sviðið vopnaður gítar. Ég var orðinn hrikalega spenntur. Hrikalega.

Damien spilaði að ég held öll lögin á disknum sínum, O. Auk þess spilaði hann lögin ‘Woman like a man’, ‘All dressed up’, ‘Baby Sister’ og fleiri. Þá var sérstaklega skemmtilegt að sjá hann blanda lögum eftir aðra inní programið sitt. Damien tókst á mjög skemmtilegan og elegant hátt að tengja lögin sín við ‘Creep’ með Radiohead og ‘Hallelujah’ með Jeff heitnum Buckley. Bæði þessi lög eru í miklu uppáhaldi hjá Hagnaðinum.

Athygli vakti að tónleikagestir sungu nær eingöngu með þessum tveimur lögum og var hvorugt eftir hann. Hallærislegt? Já, það fannst mér. Á svona tónleikum á fólk að halda kjafti og klappa. Þetta er eins og að ætla að fara að syngja með Sigurrós. Ekki að gera sig.

Annað sem var ekki að gera sig... GSM-símar. Fólk var vinsamlegast beðið um að slökkva á símunum sínum (ekki bara silent) til að ekki kæmi svona hljóð í hátalarana sem allir þekkja. Sumir þarna voru greinilega of mikilvægir til að verða við þeirri ósk. Helvítis pakk.

Aftur að tónleikunum.
Hvað getur maður sagt? Þetta var magnað helvíti. Að reyna að lýsa er svona svipað og segja ‘you-had-to-be-there’ brandara við sofandi mann. Það var reyndar eitt ansi sérstakt: gæinn var með einn kassagítar en tókst á einhvern hátt að búa til þvílíka veislu fyrir eyrað með einhvers konar tækni þar sem hann tók upp ákveðin hljóð og spilaði þau aftur og aftur. Þetta er of flókið fyrir mig að skilja, en það fyrir gítargæja er þetta kannski daglegt brauð. En þetta hafði Hagnaðurinn aldrei séð áður og varð dolfallinn. Eins og ég sagði... had to be there.

Damien talaði um það að koma hérna aftur, og þá með fullt band og kellinguna sem syngur með honum. Hvet ég landsmenn til að láta það ekki framhjá sér fara.

Hagnaðurinn þakkar lesturinn

fimmtudagur, mars 18, 2004

Jæja þá...

... margt skemmtilegt framundan hjá Hagnaðinum...

Föstudagur:
Alltaf gott að sofa út á föstudögum. Er búið að vera þannig mestalla önnina. Það hentar einstaklega vel því mér finnst einmitt best að lesa og læra á fimmtudagskvöldum/nóttum.

Svo er það Damien Rice. Hérna er linkur inná live útgáfur af nýja disknum hans. Allt saman frítt. Mp3 format. Ég mæli með þremur neðstu lögunum, þ.e. ‘Cold Water’ , ‘Volcano’ og ‘The Blower´s Daughter’. Annars er þetta allt saman gargandi snilld.

Tónleikarnir með Damien eru annað kvöld á Nasa. Síðustu tvö skipti sem ég hef farið á þann stað hef ég dansað uppá sviði. Á morgun ætla ég að sitja á stól og hlusta á góða músík.

Laugardagur:
Þangað til seint í gærkveldi hafði hugmyndin verið að fara í innflutningspartý til Danna (President). Í gærkvöldi tilkynnti hann veikindi. Því er mögulegt að mæta á einhvers konar hóf meðal Framara á Ölveri. Sérstaklega væri gaman að sjá Daða Guð, “betur þekkti sem Kiddi í Hljómalind” syngja smá .... “hallelúja”. Annars ætti að vera góð súpa þarna af allskonar liði; Íslendingar, Færeyingar, rónar, ruplarar, skáld, bronsbumbur, tjokkóar, félagar, kunningjar, falskir og falskari o.s.frv.

Eitt er þó víst. Ef Hagnaðurinn mætir á svæðið mun hann ekki syngja í karaoki. Sá hluti í lífi mínu er búinn. Hvað annað tilheyrir einnig fortíðinni?

Hressileiki:
Einhvern tímann í vikunni fór ég í körfuknattleik eins og hér kom fram. Einnig kom fram að ég hafði ekki verið í verri líkamlegri æfingu í 20 ár. Við þau merkilegu tímamót ákvað ég að gera eitthvað í málinu og fór út að hlaupa í gær. Það tók vel á. Átakið heldur áfram næstu vikurnar og svo er aldrei að vita nema maður tekur fram knattspyrnuskóna á nýjan leik í sumar. Klobba einn eða tvo og raka mig sköllóttan.

Verð ég Geir Harde í sumar?
Hagnaðurinn

miðvikudagur, mars 17, 2004

Á miðvikudögum...

... er ekkert í sjónvarpinu sem hægt er að horfa á. Kellingadagskrá á viðbjóð ofan.

Legg ég frekar til að fólk taki sér góðan tíma í að hafa dúnmjúkar hægðir. Jafnvel er gott að hafa góða bók við höndina. Hægðir auka vellíðan, lækka þyngd og koma í veg fyrir að menn geri í buxurnar.

Ómar Jónsson, aka Ommi Donna, aka Omario, aka WACC...

... er ágætis grillari. En í Couronne er hann hrikalegur. Ég vinn hann eiginlega alltaf. Svo vann ég hann líka í golfi.

Hlýtur að vera hrikalega svekkjandi að æfa sig tímunum saman uppí THÍ og svo tek ég hann bara í hvert skipti.

Suss,
Hagnaðurinn
Eftir kjaftinn hjá Jack Bauer hér í gær...

... var kominn tími til að svara. Skoraði ég á hann í körfuknattleik, einn-á-einn. Ég sagði við hann um daginn: 'þú munt aldrei vinna mig í best-of-five seríu í körfu'. Það mun standa.

Við spiluðum fimm leiki, hver og einn uppí 11, vinna með 2. Hann vann fyrsta leikinn enda bara upphitun.

Næstu 4 leikir voru heldur skemmtilegri og ef mig misminnir ekki komst Jack (Birgir Sverrisson) alltaf í 10 stig á undan mér, sem þýðir að hann hafði möguleika á að vinna. En aldrei gerðist það í öllum þessum 4 leikjum, og sýndi Hagnaðurinn reynslu og þrautseigju þegar mest lá við. Og þetta gerði maður allt í sínu versta formi í 20 ár.

... já, Hagnaðurinn hefur ekki verið í verri líkamlegri þjálfun síðan hann var 5 ára. Kominn tími til að gera e-ð í málinu.

Kobe is out.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Tilvitnun í Simma...

Tilviljun?
Ég taldi það sjálfur. Það eru 911 dagar á milli 11. september 2001 (9/11) og 11. mars 2004. Spookie.


Það sem menn pæla ekki í þessa dagana!!!
Jack Bauer...

... með læti. Þetta hefur hann að segja um mig og golf á heimasíðu sinni.

...En á vegi mínum í sumar eru ekki aðeins auðveldar bráðir. Það eru nefninlega tveir Haukar líka. Reyndar er annar þeirra svona þokkalega easy þegar 7-an hans er ekki sjóðandi heit. 7-u höggin hans er fáránleg! Hinn Haukurinn er stærri þúfa og í raun mjög grýttur jarðvegur.

Hvor Haukurinn er ég?
Þetta hressir ...

... á þriðjudagsmorgni. Hver er kóngurinn, ég bara spyr.

OX, ætli þú fáir að sjá svona, eða verðurðu ælandi inná klósetti eftir að hafa fengið matareitrun?

Stuð,
Hagnaðurinn

sunnudagur, mars 14, 2004

Gaman í gær...

... ekki jafn gaman í dag. Þunnur frá helvíti. Hættur að drekka.

Hagnaðurinn

föstudagur, mars 12, 2004

Pítsubakstur gæti fallið niður í dag....

... vegna anna í skóla. Ha, er Anna í skóla?

Mun því ekki éta á mig gat í dag.

Kær kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég fékk næstum hjartaáfall af að lesa þetta...

... hvar ætli hinn eini sanni Umberto sé í dag? Nú eða Raf?

Hagnaðurinn
Elisha Cuthbert...

.. að koma í nýrri mynd. Fyrir þá sem vita ekki hver Elisha er, þá er hún einnig þekkt sem Kimberly Bauer, dóttir Jack Bauer í hinum stórkostlegu spennuþáttum 24.

Íslenskt niðurhal, well worth the wait.
Hagnaðurinn
Damn it Stiftamtmaður ....

... ef þú skrifar svona mikið þá nennir enginn að lesa það. Þetta missir marks. Þú þarft að vera beinskeyttari.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, mars 10, 2004

U2 og Rolling Stones...

... búnar að bóka sig í Egilshöll í haust!

Hvernig væri að fara að reyna að fá einhverjar almennilegar hljómsveitir til að spila hérna?

þriðjudagur, mars 09, 2004

Damien Rice...

... miðasalan hefst á morgun klukkan 10 í Skífunni. Ég verð mættur.
Fylgni...

... ég er búinn að mæla fylgnina (fylgni A) á milli ‘Álags í skóla’ og ‘tíðni bloggfærslna’. Reyndist fylgnin vera 0,78.

Eins og flestir heimsborgarar vita mælist fylgni (e. correlation) á bilinu -1 til +1. Það er sem sagt há fylgni í þessu tiltekna dæmi.

Túlkun: Því meira sem er að gera í skólanum því meira er bloggað.

Niðurstaða: Ekki hef ég mælt fylgnina á milli ‘námsárangurs’ og ‘fylgni A’. Ekki hef ég heldur skilgreint orðið ‘námsárangur’.

Þetta blogg fjarar því bara út og niðurstaðan er engin.

Vonandi höfðuð þig bæði gagn og gaman af.
Hagnaðurinn
Listi gerður eftir uppsetningu Gumma...

... Ég ætla ekki á Sugababes --> viðbjóður
... Ég ætla ekki á Incubus --> langar samt pínu
... Ég ætla ekki á Korn --> been there, done that
... Ég ætla ekki á Kraftwerk --> I´m not the robot
... Ég ætla líklegast ekki á Placebo --> er þetta ekki bara bull
... Ég ætla ekki á Pixies --> verð erlendis
... Ég ætla á Damien Rice --> allt er gott sem endar vel.

Hagnaðurinn

mánudagur, mars 08, 2004

Lakers og 24...

... brá mér til Ómars í gær og horfði á Lakers - Nets. Kobe ekki með og Kidd ekki heldur. Tröllið tók þá bara málin í sínar hendur og fór á kostum. Gunni Magg horfði með okkur, en varð sér til mikillar skammar með því að vera ekki í Lakers-búningi. Skammarlegt alveg.

Smá könnun: Það er til ákveðinn matur (nota ekki orðið sem ég nota alltaf) sem oft er notaður með nachos flögum. Maturinn samanstendur af rjómaosti, mossarella, og salsa-sósu og einhverju fleiru. Þetta er hitað í ofni og er algert lostæti. Flestir heimsborgarar kannast við þennan mat. En hvað á að kalla þenna 'mat'?

A. Drullan
B. Ídýfan
C. Rétturinn
D. Sósan
E. Viðbjóðurinn
F-Ö: Annað

Til að hafa ekki áhrif á lesendur mína hef ég raðað þessu nöfnum í stafrófsröð. Hvað kallið þið þennan 'mat'?

... Annars var 24 í gær og ég fékk gæsahúð af spenningi. Damn it Jack.

Kv. Hagnaðurinn
Nýir linkar...

... tveir nýir linkar hafa bæst við hér á síðunni. Þetta er annars vegar Simmi og hins vegar Camilla.

Býð ég þau hjartanlega velkomin í góðan félagsskap.

Stuðkveðja,
Hagnaðurinn
Góðir hlutir gerast hægt.

Sammála/ósammála?

sunnudagur, mars 07, 2004

Kvikmynd helgarinnar....

... var hvorki meira né minna heldur en Gigli. Hafði heyrt einhvers staðar að hún væri ekkert svo vond. Hún er verri en það. Tvær klukkustundir af engu.

En eitt lærði ég: Jennifer Lopez er drullu flott. Vissi það reyndar fyrir.

Þá var nú skemmtilegra á föstudaginn: ... 'I love the smell of napalm in the morning'.

Hagnaðurinn

laugardagur, mars 06, 2004

Loksins loksins...

... er komin Lakers helgi. Síðast þegar ég sá Lakers spila í imbanum töpuðu þeir. Vonandi gerist það ekki aftur á morgun, sunnudag. Mæta þeir þá stráknum og strákunum hans í Nets. Reyndar eru slæm tíðindi úr herbúðum stórveldisins. Kobe meiddist í nótt gegn glæpamönnunum í Sonics og óvíst er með hann fyrir næstu leiki.

Reyndar eitt big time vandamál. Hagnaðurinn neyðist til að velja á milli Lakers og 24. Þetta er gjörsamlega ómögulegt val.

“Mr. President. There is a third option”.

Núna þarf ég að finna einhvern þriðja option. Kemur í ljós.

Svo á Sigmundur Ernir, Simmi, afmæli í dag.

Laugardagar... svo hressandi.
Hagnaðurinn

föstudagur, mars 05, 2004

Af sjónvarpi...

... Hagnaðurinn afrekaði að horfa á ansi margt í imbanum í gær. Þetta var helst:

A. Gettu Betur á RÚV.
Vatnsgreiddir Verslunarskóla-drengir tóku Vestlendinga nokkuð létt. Hagnaðinn grunar að Verslómenn gætu farið allt leið. Það er kalt á toppnum, og eftir 11 ár hlýtur að vera alkul. MR þurfa að komast til byggða og ná í birgðir.

B. 101 á Popp Tíví.
Heimskulegasti þáttur í sögu heimskulegra þátta. Djöfull var ég pirraður að horfa á þetta, sérstaklega ömurlegi gæinn með míkrófóninn á Vegamótum. Eru karlmenn virkilega svona?

C. TV í höfði á Popp Tíví.
Tvíhöfða-drengirnir og Hulli Dags fóru vel af stað með þennan þátt sinn. Ég held að þetta kalli tvímælalaust á áhorf næstu vikurnar. Fyrsta íslenska teiknimyndin í sjónvarpi segja menn.

D. Bachelor á Skjá Einum.
Hvaða rugl er þessi þáttur. Það vita allir hver vinnur þetta og ekkert fútt. Svo virðist einnig sem þessar stelpur (gleðikonur?) séu allar komnar þarna til að hitta rokkstjörnu. Þegar ég horfi á þetta líður mér í bland kjánalega og svo náttúrulega pirraður. “When we come back the moment we´ve all been waiting for”. Þegiðu Chris Harisson.

E. 24 – Sería 2 – þættir 1 og 2.
Þvílík fokking snilld að sýna þetta aftur. “I need a hacksaw”.

Sjónvarpsdagskránni lauk því eitthvað að ganga tvö í nótt. Fór þá að læra til 4. Þokkalegt sjónvarpskvöld bara.

Later,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, mars 03, 2004

Spurningar og svör...

Q. What's a mixed feeling?
A. When you see your mother-in-law backing off a cliff in your new car.

Q. What's the difference between a G-Spot and a golf ball?
A. A guy will actually search for a golf ball.

Q. What do Tupperware and a walrus have in common?
A. They both like a tight seal.

Q. What do a Christmas tree and priest have in common?
A. Their balls are just for decoration.

Q. What is the difference between "ooooooh"and "aaaaaaah"?
A. About three inches.

Q: What's the difference between purple and pink?
A. The grip.

Q. How do you find a blind man in a nudist colony?
A. It's not hard.

Q: How do you circumcise a hillbilly?
A: Kick his sister in the jaw.

Q: What's the difference between a girlfriend and a wife?
A: 45 pounds.

Q: What's the difference between a boyfriend and a husband?
A: 45 minutes.

Q: Why do men find it difficult to make eye contact?
A: Breasts don't have eyes.

Q: What is the difference between medium and rare?
A: Six inches is medium, eight inches is rare.

Hressleiki á Hagnaðinum.

Spurning um siðferði ... hvort mynduð þið gera ... raunveruleg spurning er í commentunum...

Please don't answer it without giving it some serious thought. By giving an
honest answer you will be able to test where you stand morally.

The test features an unlikely, completely fictional situation, where you
will have to make a decision one way or the other. Remember that your
answer needs to be honest, yet spontaneous. Consider each line - this is
important for the test to work accurately.

You're in England. . . In Manchester, to be exact . . . There is great
chaos going on around you, caused by a hurricane and severe floods . . . .
. . . There are huge masses of water all over you . . You are a CNN
photographer and you are in the middle of this great disaster. The
situation is nearly hopeless. You're trying to shoot very impressive
photos. There are houses and people floating around you, disappearing into
the water. Nature is showing all its destroying power and is ripping
everything away with it. Suddenly you see a man in the water, he is
fighting for his life, trying not to be taken away by the masses of water
and mud. You move closer, the man looks familiar. Suddenly you know who it
is - it's Alex Ferguson! At the same time you notice that the raging waters
are about to take him away. . . forever.

You can either save him or you can take the best photo of your life - you
can't do both.


þriðjudagur, mars 02, 2004

Af viðskiptabönnum...

... frægt er viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu og sitt sýnist hverjum um það mál. En fleiri viðskiptabönn eru við lýði og meðal þeirra eru viðskiptabönn Hagnaðarins sem grafa undan rekstrargrundvelli margra alþjóðlegra stórfyrirtækja.

Þetta eru þau helstu:

1) Thai Matstofan – margir af mínum lesendum þekkja þessa sögu en aðrir ekki. Þannig er mál með vexti að ég var fastagestur á þessum stað, sem er staðsettur í bláu húsunum á Suðurlandsbraut, og fékk ég mér alltaf sama réttinn sem voru kjúklinganúðlur. Einn daginn var þessi réttur eitthvað skítinn á bragðið og fór ég fljótlega að fá í magann. Fór svo að ég svaf ekkert alla nóttina vegna verkja og endaði að lokum uppá spítala í allsherjar-skoðun. Þar var meðal annars tekið saursýni ... það er ekki jafn hræðilegt og það hljómar. Anyway, þá kom ekkert út úr þessari rannsókn sem benti til matareitrunar. Niðurstaðan var því eingöngu viðskiptabann en ekki lögsókn.

2) Burger King – ég hef nýlega greint frá viðskiptabanninu á þessum alþjóðlega skyndibitastað. Helsta ástæða fyrir viðskiptabanni er að maturinn er viðbjóður.

3) Mekong – eins og með Thai hér að ofan hef ég farið nokkuð reglulega á þennan stað í þónokkurn tíma og alltaf fengið mér það sama, sem eru sterk hrísgrjón með kjúklingi. Hingað til hefur rétturinn kostað 690 kr og hefur þetta verið vel útilátið. Þangað til í dag. Áðan fór ég þarna og núna kostaði rétturinn 790 krónur (heimsmarkaðsverð á hrísgrjónum hefur ekki hækkað eftir minni bestu vitund). Þá eru þeir líka búnir að minnka boxin og á þeim stendur ‘Thai’. Svívirðilegt segi ég. Viðskiptabann.

4) Hard Rock – Þetta er bara ógeðslega dýr viðbjóðslegur matur og tónlistin er alltof há. Kallið mig gamlingja. Þetta er viðbjóður. Viðskiptabann.

5) TGI-Fridays – Þessi er á gráu svæði. Það er mögulegt að ég gefi honum séns því svínarifin þarna eru svo góð. Þjónustan er hins vegar fyrir neðan allar hellur og rétt slefar í sandinn sem er undir hellunum. Það virðist vera mottó fyrirtækisins að það eigi að vera skemmtileg og hress stemning þarna. Gleymdu greinilega að það þarf að þjónusta kúnnann.

6) Ruby Tuesday – Einnig á gráu svæði. Nýlegar fréttir President styðja þessa tilfinningu mína. Mjög svipaðar ástæður og hjá TGI.

Er ég neytandi eða neitandi. Ég veit það ekki.
Hagnaðurinn
Innkaupalisti...

1) Skemmtilegt.

2) Skemmtilegra.

3) Interesting.

4) Guide.

mánudagur, mars 01, 2004

Bjórinn heldur uppá 15 ára afmæli á Íslandi í dag...

... í tilefni af því drakk ég eitt stykki um klukkan 3 am. síðastliðna nótt. Þakka ég President fyrir höfðinglegar veigar. Fékkstu þér nokkuð sjálfur?

... ég verð illa svikinn ef OX stútar ekki eins og einni kippu eða svo. Bölvaður belgurinn er bulla.

Fór annars með bílinn minn í skoðun áðan. Samkvæmt lögum og reglum hefði ég átt að gera það síðastliðinn ágúst. Hvað er hálft ár milli vina?

Glúgg glúgg glúgg,
Hagnaðurinn


Óskarinn...

... að baki og ansi hressandi að fara að sofa klukkan 06:30 am. Liðið á efri hæðinni að fara á fætur á sama tíma.

Við vorum 6 saman að horfa á þetta heima hjá Danna, 4 karlar og 2 kvenmenn. Ákveðið var að fara í leik; veðja á hver vinnur hvern flokk, samtals um 25 flokkar. Til að gera langa sögu stutta þá fór þetta ekki vel hjá okkur körlunum, því stelpurnar voru í tveimur efstu sætunum, og Harpa efst.

Glæponinn varð neðstur enda tók hann áhættur víða.

Djöfull er þetta leiðinlegt blogg. Farinn að læra.

Hagnaðurinn