Af viðskiptabönnum...
... frægt er viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu og sitt sýnist hverjum um það mál. En fleiri viðskiptabönn eru við lýði og meðal þeirra eru viðskiptabönn Hagnaðarins sem grafa undan rekstrargrundvelli margra alþjóðlegra stórfyrirtækja.
Þetta eru þau helstu:
1) Thai Matstofan – margir af mínum lesendum þekkja þessa sögu en aðrir ekki. Þannig er mál með vexti að ég var fastagestur á þessum stað, sem er staðsettur í bláu húsunum á Suðurlandsbraut, og fékk ég mér alltaf sama réttinn sem voru kjúklinganúðlur. Einn daginn var þessi réttur eitthvað skítinn á bragðið og fór ég fljótlega að fá í magann. Fór svo að ég svaf ekkert alla nóttina vegna verkja og endaði að lokum uppá spítala í allsherjar-skoðun. Þar var meðal annars tekið saursýni ... það er ekki jafn hræðilegt og það hljómar. Anyway, þá kom ekkert út úr þessari rannsókn sem benti til matareitrunar. Niðurstaðan var því eingöngu viðskiptabann en ekki lögsókn.
2) Burger King – ég hef nýlega greint frá viðskiptabanninu á þessum alþjóðlega skyndibitastað. Helsta ástæða fyrir viðskiptabanni er að maturinn er viðbjóður.
3) Mekong – eins og með Thai hér að ofan hef ég farið nokkuð reglulega á þennan stað í þónokkurn tíma og alltaf fengið mér það sama, sem eru sterk hrísgrjón með kjúklingi. Hingað til hefur rétturinn kostað 690 kr og hefur þetta verið vel útilátið. Þangað til í dag. Áðan fór ég þarna og núna kostaði rétturinn 790 krónur (heimsmarkaðsverð á hrísgrjónum hefur ekki hækkað eftir minni bestu vitund). Þá eru þeir líka búnir að minnka boxin og á þeim stendur ‘Thai’. Svívirðilegt segi ég. Viðskiptabann.
4) Hard Rock – Þetta er bara ógeðslega dýr viðbjóðslegur matur og tónlistin er alltof há. Kallið mig gamlingja. Þetta er viðbjóður. Viðskiptabann.
5) TGI-Fridays – Þessi er á gráu svæði. Það er mögulegt að ég gefi honum séns því svínarifin þarna eru svo góð. Þjónustan er hins vegar fyrir neðan allar hellur og rétt slefar í sandinn sem er undir hellunum. Það virðist vera mottó fyrirtækisins að það eigi að vera skemmtileg og hress stemning þarna. Gleymdu greinilega að það þarf að þjónusta kúnnann.
6) Ruby Tuesday – Einnig á gráu svæði. Nýlegar fréttir President styðja þessa tilfinningu mína. Mjög svipaðar ástæður og hjá TGI.
Er ég neytandi eða neitandi. Ég veit það ekki.
Hagnaðurinn
... frægt er viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu og sitt sýnist hverjum um það mál. En fleiri viðskiptabönn eru við lýði og meðal þeirra eru viðskiptabönn Hagnaðarins sem grafa undan rekstrargrundvelli margra alþjóðlegra stórfyrirtækja.
Þetta eru þau helstu:
1) Thai Matstofan – margir af mínum lesendum þekkja þessa sögu en aðrir ekki. Þannig er mál með vexti að ég var fastagestur á þessum stað, sem er staðsettur í bláu húsunum á Suðurlandsbraut, og fékk ég mér alltaf sama réttinn sem voru kjúklinganúðlur. Einn daginn var þessi réttur eitthvað skítinn á bragðið og fór ég fljótlega að fá í magann. Fór svo að ég svaf ekkert alla nóttina vegna verkja og endaði að lokum uppá spítala í allsherjar-skoðun. Þar var meðal annars tekið saursýni ... það er ekki jafn hræðilegt og það hljómar. Anyway, þá kom ekkert út úr þessari rannsókn sem benti til matareitrunar. Niðurstaðan var því eingöngu viðskiptabann en ekki lögsókn.
2) Burger King – ég hef nýlega greint frá viðskiptabanninu á þessum alþjóðlega skyndibitastað. Helsta ástæða fyrir viðskiptabanni er að maturinn er viðbjóður.
3) Mekong – eins og með Thai hér að ofan hef ég farið nokkuð reglulega á þennan stað í þónokkurn tíma og alltaf fengið mér það sama, sem eru sterk hrísgrjón með kjúklingi. Hingað til hefur rétturinn kostað 690 kr og hefur þetta verið vel útilátið. Þangað til í dag. Áðan fór ég þarna og núna kostaði rétturinn 790 krónur (heimsmarkaðsverð á hrísgrjónum hefur ekki hækkað eftir minni bestu vitund). Þá eru þeir líka búnir að minnka boxin og á þeim stendur ‘Thai’. Svívirðilegt segi ég. Viðskiptabann.
4) Hard Rock – Þetta er bara ógeðslega dýr viðbjóðslegur matur og tónlistin er alltof há. Kallið mig gamlingja. Þetta er viðbjóður. Viðskiptabann.
5) TGI-Fridays – Þessi er á gráu svæði. Það er mögulegt að ég gefi honum séns því svínarifin þarna eru svo góð. Þjónustan er hins vegar fyrir neðan allar hellur og rétt slefar í sandinn sem er undir hellunum. Það virðist vera mottó fyrirtækisins að það eigi að vera skemmtileg og hress stemning þarna. Gleymdu greinilega að það þarf að þjónusta kúnnann.
6) Ruby Tuesday – Einnig á gráu svæði. Nýlegar fréttir President styðja þessa tilfinningu mína. Mjög svipaðar ástæður og hjá TGI.
Er ég neytandi eða neitandi. Ég veit það ekki.
Hagnaðurinn
<< Home