þriðjudagur, mars 09, 2004

Fylgni...

... ég er búinn að mæla fylgnina (fylgni A) á milli ‘Álags í skóla’ og ‘tíðni bloggfærslna’. Reyndist fylgnin vera 0,78.

Eins og flestir heimsborgarar vita mælist fylgni (e. correlation) á bilinu -1 til +1. Það er sem sagt há fylgni í þessu tiltekna dæmi.

Túlkun: Því meira sem er að gera í skólanum því meira er bloggað.

Niðurstaða: Ekki hef ég mælt fylgnina á milli ‘námsárangurs’ og ‘fylgni A’. Ekki hef ég heldur skilgreint orðið ‘námsárangur’.

Þetta blogg fjarar því bara út og niðurstaðan er engin.

Vonandi höfðuð þig bæði gagn og gaman af.
Hagnaðurinn