þriðjudagur, mars 30, 2004

Árið í fyrra var mjög slæmt íþróttalega séð...

... og aðeins eitt lið vann sem ég held með. Það voru drengirnir í Tampa í NFL deildinni.

Svona gekk annars þessum helstu liðum.
Yankees unnu ekki... komust samt í úrslit.
Lakers unnu ekki. Mistókst að vinna 4ða árið í röð.
Liverpool unnu ekki og voru ömurlegir.
Barcelona unnu ekki.
Napoli unnu ekki. Eru að berjast í seríu B.

Þetta ár gæti orðið verra:
New England unnu NFL.
Yankees gætu farið að vinna, enda komnir með A-Rod.
Lakers eiga að vinna, annars verð ég brjál og skalla veggi.
Liverpool munu ekkert vinna, og missa auk þess af 4ða sætinu.
Barcelona eru búnir að vera stórkostlegir síðustu mánuðina, og ég held þeir vinni spænsku deildina.
Napolí gætu fallið úr seríu B.

Í heildina ætti þetta því að vera frekar magurt ár, en ég er helst að treysta á Lakers. Já, og Strumpana.

Stuð,
Hagnaðurinn