Af ferðum Hagnaðarins...
... eins og komið hefur fram í umræðuþráðum Hagnaðarins hefur hann náð samkomulagi við íþróttafélag hér í Reykjavík. Eins og gefur að skilja er ekki um neitt smá-félag að ræða.
Fréttatilkynning:
Skömmu eftir miðnætti miðvikudaginn 24. mars 2004 náði Haukur Snær Hauksson, betur þekktur sem Hagnaðurinn, munnlegu samkomulagi við íþróttafélagið ´Strumpar’ sem staðsett er í Reykjavík. Samkomulagið er ekki til neins ákveðins tíma, heldur einskorðast af áhuga og vilja beggja aðila. Líklegast verður þetta einungis til skamms tíma, en aldrei að segja aldrei.
Við þessi merkilegu tímamót hafði Hagnaðurinn þetta að segja:
Mig langar að þakka Strumpunum fyrir að gefa mér þetta tækifæri til að stunda heilbrigt líferni í góðum félagsskap. Vonandi munu báðir aðilar hafa bæði gagn og gaman af þessum tíma. Þetta samkomulag er svolítið í anda Hrefnu Jóhannesdóttur, sem einmitt kom í Séð og Heyrt þennan sama til að auglýsa að hún væri á lausu.
Lítið er hægt að gefa upp um nánari atriði samkomulagsins að svo stöddu. Löglærðir menn hafa yfirfarið samkomulagið og stenst það íslensk lög.
Virðingarfyllst,
Strumparnir
Svona gerast kaupin á eyrinni.
Hagnaðurinn getur einnig staðfest þrálátan orðróm um að fleiri lið óski eftir hans kröftum á komandi tímabili. Öll þessi lið verða í engri samkeppni um Evrópusæti á komandi tímabili.
Kv. Hagnaðurinn
... eins og komið hefur fram í umræðuþráðum Hagnaðarins hefur hann náð samkomulagi við íþróttafélag hér í Reykjavík. Eins og gefur að skilja er ekki um neitt smá-félag að ræða.
Fréttatilkynning:
Skömmu eftir miðnætti miðvikudaginn 24. mars 2004 náði Haukur Snær Hauksson, betur þekktur sem Hagnaðurinn, munnlegu samkomulagi við íþróttafélagið ´Strumpar’ sem staðsett er í Reykjavík. Samkomulagið er ekki til neins ákveðins tíma, heldur einskorðast af áhuga og vilja beggja aðila. Líklegast verður þetta einungis til skamms tíma, en aldrei að segja aldrei.
Við þessi merkilegu tímamót hafði Hagnaðurinn þetta að segja:
Mig langar að þakka Strumpunum fyrir að gefa mér þetta tækifæri til að stunda heilbrigt líferni í góðum félagsskap. Vonandi munu báðir aðilar hafa bæði gagn og gaman af þessum tíma. Þetta samkomulag er svolítið í anda Hrefnu Jóhannesdóttur, sem einmitt kom í Séð og Heyrt þennan sama til að auglýsa að hún væri á lausu.
Lítið er hægt að gefa upp um nánari atriði samkomulagsins að svo stöddu. Löglærðir menn hafa yfirfarið samkomulagið og stenst það íslensk lög.
Virðingarfyllst,
Strumparnir
Svona gerast kaupin á eyrinni.
Hagnaðurinn getur einnig staðfest þrálátan orðróm um að fleiri lið óski eftir hans kröftum á komandi tímabili. Öll þessi lið verða í engri samkeppni um Evrópusæti á komandi tímabili.
Kv. Hagnaðurinn
<< Home