miðvikudagur, mars 24, 2004

Comeback ársins í uppsiglingu?....

... já, mínir kæru lesendur, nú er allt að gerast. Alls hafa 5 lið óskað eftir því að Hagnaðurinn spili með þeim næstkomandi sumar. Þá virðist vera sem President sé orðinn umboðsmaður hans. Liðin sem um ræðir verða eigi gefin upp hérna, en málið er á viðkvæmu stigi.

Í tilefni af þessum sögusögnum og af öðrum ástæðum fór Hagnaðurinn á knattspyrnuæfingu innanhúss í gær. Það var nokkuð hressandi. Enginn klobbi þó en gæti gerst í kvöld þegar um alvöru comeback verður að ræða.

Stay tuned,
Hagnaðurinn