þriðjudagur, mars 23, 2004

Þriðjudagurinn hressi...

... Hvað er annars efst á baugi? Jón Ásgeir?

Eurovision lagið er komið út. Rusl segi ég. Horfði á það heima í Kleifarseli á efri hæðinni og það var hræðilegt. Prófaði að fara niður og horfa þar; alveg jafn vont.

Hvað er annað að gerast? Internet, megabæt, Tvíhöfði. Alltaf gaman af tvíhöfðanum á morgnana á leiðinni í skólann. Ætli það sé einhver þarna úti með greindarvísitölu yfir 80 sem hlustar á morgunþáttinn á FM.

Mig dreymdi lítinn draum. Raunar ekki. Ég vaknaði í spenningskasti í nótt... hafði þá dreymt næstu 6-8 þættina í 24. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu margir þættir þetta voru því í draumnum var ég Tony Almeida og fyrir honum (mér) er þetta "raunveruleikinn" en ekki sjónvarpsefni.

Allavega, þá hafði söguþráðurinn dregið okkur alla leið til Íslands í blokk í fellunum og Jack var alveg brjálaður. Já, svona geta draumar verið magnaðir.

Jæja, 5 ára afmæli í dag.
Best að gera eitthvað af viti.
Hagnaðurinn