föstudagur, mars 05, 2004

Af sjónvarpi...

... Hagnaðurinn afrekaði að horfa á ansi margt í imbanum í gær. Þetta var helst:

A. Gettu Betur á RÚV.
Vatnsgreiddir Verslunarskóla-drengir tóku Vestlendinga nokkuð létt. Hagnaðinn grunar að Verslómenn gætu farið allt leið. Það er kalt á toppnum, og eftir 11 ár hlýtur að vera alkul. MR þurfa að komast til byggða og ná í birgðir.

B. 101 á Popp Tíví.
Heimskulegasti þáttur í sögu heimskulegra þátta. Djöfull var ég pirraður að horfa á þetta, sérstaklega ömurlegi gæinn með míkrófóninn á Vegamótum. Eru karlmenn virkilega svona?

C. TV í höfði á Popp Tíví.
Tvíhöfða-drengirnir og Hulli Dags fóru vel af stað með þennan þátt sinn. Ég held að þetta kalli tvímælalaust á áhorf næstu vikurnar. Fyrsta íslenska teiknimyndin í sjónvarpi segja menn.

D. Bachelor á Skjá Einum.
Hvaða rugl er þessi þáttur. Það vita allir hver vinnur þetta og ekkert fútt. Svo virðist einnig sem þessar stelpur (gleðikonur?) séu allar komnar þarna til að hitta rokkstjörnu. Þegar ég horfi á þetta líður mér í bland kjánalega og svo náttúrulega pirraður. “When we come back the moment we´ve all been waiting for”. Þegiðu Chris Harisson.

E. 24 – Sería 2 – þættir 1 og 2.
Þvílík fokking snilld að sýna þetta aftur. “I need a hacksaw”.

Sjónvarpsdagskránni lauk því eitthvað að ganga tvö í nótt. Fór þá að læra til 4. Þokkalegt sjónvarpskvöld bara.

Later,
Hagnaðurinn