fimmtudagur, mars 18, 2004

Jæja þá...

... margt skemmtilegt framundan hjá Hagnaðinum...

Föstudagur:
Alltaf gott að sofa út á föstudögum. Er búið að vera þannig mestalla önnina. Það hentar einstaklega vel því mér finnst einmitt best að lesa og læra á fimmtudagskvöldum/nóttum.

Svo er það Damien Rice. Hérna er linkur inná live útgáfur af nýja disknum hans. Allt saman frítt. Mp3 format. Ég mæli með þremur neðstu lögunum, þ.e. ‘Cold Water’ , ‘Volcano’ og ‘The Blower´s Daughter’. Annars er þetta allt saman gargandi snilld.

Tónleikarnir með Damien eru annað kvöld á Nasa. Síðustu tvö skipti sem ég hef farið á þann stað hef ég dansað uppá sviði. Á morgun ætla ég að sitja á stól og hlusta á góða músík.

Laugardagur:
Þangað til seint í gærkveldi hafði hugmyndin verið að fara í innflutningspartý til Danna (President). Í gærkvöldi tilkynnti hann veikindi. Því er mögulegt að mæta á einhvers konar hóf meðal Framara á Ölveri. Sérstaklega væri gaman að sjá Daða Guð, “betur þekkti sem Kiddi í Hljómalind” syngja smá .... “hallelúja”. Annars ætti að vera góð súpa þarna af allskonar liði; Íslendingar, Færeyingar, rónar, ruplarar, skáld, bronsbumbur, tjokkóar, félagar, kunningjar, falskir og falskari o.s.frv.

Eitt er þó víst. Ef Hagnaðurinn mætir á svæðið mun hann ekki syngja í karaoki. Sá hluti í lífi mínu er búinn. Hvað annað tilheyrir einnig fortíðinni?

Hressileiki:
Einhvern tímann í vikunni fór ég í körfuknattleik eins og hér kom fram. Einnig kom fram að ég hafði ekki verið í verri líkamlegri æfingu í 20 ár. Við þau merkilegu tímamót ákvað ég að gera eitthvað í málinu og fór út að hlaupa í gær. Það tók vel á. Átakið heldur áfram næstu vikurnar og svo er aldrei að vita nema maður tekur fram knattspyrnuskóna á nýjan leik í sumar. Klobba einn eða tvo og raka mig sköllóttan.

Verð ég Geir Harde í sumar?
Hagnaðurinn