þriðjudagur, apríl 01, 2008

Pool - aldrei tapað seríu

"Ég ætla að vinna þig 9-4" sagði Ommidonna þegar við keyrðum niðrí poolstofunuí Lágmúla í gærkvöldi.

Það er gott þegar menn setja sér markmið, þetta veit Ómar vel. Hann hefur náð ágætum árangri í handbolta, heilsueflingu og fleiru. Árangur gegn mér í pooli hins vegar -- það þekkir hann ekki. Staðreyndin er sú að hann hefur aldrei unnið seríu gegn mér, og hlaupa þær á nokkrum tugum.


Hvað gerðist svo?
Jú, ég vann 11-6, en úrslitin ná samt ekki að graspa yfirburðina, því tölur eins og 8-1 og 11-3 sáust.

Það er fátt skemmtilegra en að vinna Ómar í pooli.

Efnisorð: , ,