mánudagur, apríl 28, 2008

Ástand...

Það er ástand á heimilinu, sem er ekkert sérstaklega hressandi.

Ég búinn að missa vinnuna og vinnumál Hörpu í hálfgerðri biðstöðu. Í ofanálag er Harpa svo búinn að vera fárveik frá því á laugardag og í dag veiktist Kristín María líka.

Mitt í þessum slæmu fréttum komu þó góðar fréttir.
Í morgun fór Krístin María í ofnæmispróf og þar kom í ljós að hún er líklega búinn að losna við hnetu-bráðaofnæmið, eða það eru allavega 99,9% líkur á því. Hún er því ein fárra sem tekst þetta, og hún var ekkert að bíða með þetta heldur kláraði þetta á innan við ári. Flott stelpa.

Já, stundum gerast hlutir sem maður býst alls ekki við, en sem betur fer er það í báðar áttir, gott og slæmt.

-- en ég er merkilega brattur, er búinn að uppfæra CV-ið, og er byrjaður að þruma úr póstum; fyrsta viðtal á miðvikudaginn --

Efnisorð: