Spinnegal...
Ég fór í spinning í gær.
Ákvað að taka þetta með trompi og fór í 90 mínútna tíma. Það er rosalegt, sérstaklega þegar kennarinn er grimmur og fylgist með að allir séu alveg á milljón. Þegar tíminn var hálfnaður og ég eiginlega dauður kom þessi lína "ég sagði hraðar, þið getið farið hraðar en þetta, viljiði refsingar næstu 45 mínútur?"
Og mikið rosalega svitnaði ég.
Ég fór því að pæla: Ætli það sé samhengi milli svita og brennslu? Ég komst að því að meðalbrennsla per klst í spinning er svona 600-700 hitaeiningar. Hins vegar þegar ég tek skíðavélina þá fer ég nokkuð létt yfir 1000 hitaeiningar á klst og svitna mun minna. Hvað segir þetta okkur? Ég veit það ekki.
Hins vegar veit ég þetta. Ég er búinn að hjóla í vinnuna (og heim) 10 af síðustu 12 vinnudögum. Þetta eru e-ð um 25 km á dag og hátt í klukkutími fram og tilbaka. Og það eru engar chill hjólreiðar. Þrátt fyrir dag er ég búinn að vera með dúndrandi harðsperrur og netta bruna tilfinningu í lærunum alla helgina. Svo þetta beit í.
Niðurstaða:
Ég mun fara aftur í spinning, en aldrei lengur en í klukkutíma í senn. Frekar að taka smá æfingu á undan og eftir.
Ákvað að taka þetta með trompi og fór í 90 mínútna tíma. Það er rosalegt, sérstaklega þegar kennarinn er grimmur og fylgist með að allir séu alveg á milljón. Þegar tíminn var hálfnaður og ég eiginlega dauður kom þessi lína "ég sagði hraðar, þið getið farið hraðar en þetta, viljiði refsingar næstu 45 mínútur?"
Og mikið rosalega svitnaði ég.
Ég fór því að pæla: Ætli það sé samhengi milli svita og brennslu? Ég komst að því að meðalbrennsla per klst í spinning er svona 600-700 hitaeiningar. Hins vegar þegar ég tek skíðavélina þá fer ég nokkuð létt yfir 1000 hitaeiningar á klst og svitna mun minna. Hvað segir þetta okkur? Ég veit það ekki.
Hins vegar veit ég þetta. Ég er búinn að hjóla í vinnuna (og heim) 10 af síðustu 12 vinnudögum. Þetta eru e-ð um 25 km á dag og hátt í klukkutími fram og tilbaka. Og það eru engar chill hjólreiðar. Þrátt fyrir dag er ég búinn að vera með dúndrandi harðsperrur og netta bruna tilfinningu í lærunum alla helgina. Svo þetta beit í.
Niðurstaða:
Ég mun fara aftur í spinning, en aldrei lengur en í klukkutíma í senn. Frekar að taka smá æfingu á undan og eftir.
Efnisorð: Íþróttir
<< Home