fimmtudagur, apríl 10, 2008

Afmæli og skyndihjálp...

Monsan mín litla sæta er að verða 2 ára á mánudaginn! Teggjára.



Undirbúningur er í fullum gangi, en ég leik óvenju lítið hlutverk þetta árið. Það virðist sem mini-pizzurnar og kanilsnúðarnir hafi ekki meikað köttið þetta árið. Öll þessi sérhæfing mun koma að litlum notum að þessu sinni. En ætli ég hendi ekki í eins og eina Betty, geri jafnvel brauðrétt og sitthvað fleira. En endilega mótmæla í commentum - og beinið mótmælunum að réttum aðila.

Annars getur þessi afmælisdagur ekki verið verri en sá í fyrra, en það var einmitt dagurinn sem við komumst að því að hún væri með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Bráðaofnæmi er e-ð sem maður vill ekki hafa.

Og því tengt fór ég á skyndihjálparnámskeið hjá Rauða Krossinum í gær. Þetta var mjög skemmtilegt 4 tíma námskeið þar sem ég fékk m.a. að leika látinn mann. Auk þess lærði ég ýmislegt, og aflærði annað. Til dæmis er núna ekki mælt með því að nota munn við munn aðferðina, nema þegar um drukknun er að ræða eða ungabörn lenda í hjartastoppi. Að blása lífi í fullorðinn mann er því ekki málið; ekki lengur. Nú á bara að hnoða.

Svo voru kennd basic trikk við endurlífgun, hvernig á að ná aðskotahluti úr öndunarvegi, stoppa blæðingar, meðhöndla beinbrot, brunasár, bráðaofnæmi og fleira. Allt saman mjög fróðlegt og hverjum manni hollt að kunna.
Posted by Picasa