sunnudagur, júlí 29, 2007

Frí

Ég er kominn í frí. Er búinn að vera alltof lítið í fríum undanfarið. Er núna staddur í vinnubústað í Selvík, við Álftavatn. Afslöppun.

Spilaði 18 holur í gær og í dag. Bæði skiptin á Selfossi, 9 holur með tveimur boltum. Sæmileg spilamennska, og kannski markverðast að ég er búinn að finna púttin aftur og drævin eru orðin bein og löng (í svona 60% tilfella vs. 95% slice previously). Járnasláttur la la.

90 högg í gær.
88 högg í dag.

Annars ætlaði ég að spila Öndverðarnesið í dag, en það er alltaf sama sagan þar. Það er þannig að Golfklúbbur Landsbankans spilar frítt á vellinum (max 2 spilarar í einu), en í hvert einasta skipti er starfsfólkið þarna með einhvern væl eins og það vilji ekki að við spilum þarna. Ég mætti þarna rétt eftir hádegið og það var eiginlega enginn á vellinum.
Ég: Ég ætla að spila 9 holur, ég er í GLÍ.
Kellingarbelja: Það eru 2 úr GLÍ útá velli (hún var að ljúga, ég sá það á henni)
Ég: Nú ok, er langt síðan þau byrjuðu?
Beljan: Nei, þau voru að byrja.

Jæja, lægð á leið uppað landinu. Það er gott að vera í fríi.

Efnisorð:

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Enski boltinn - Sýn2

Heitar umræður hafa verið á undanförnum dögum um verðlagningu enska boltans á Sýn2.
Sjá hér, hér og hér.

Þetta var einföld ákvörðun fyrir mig. Ég ætla ekki að fara mér Sýn2. Verðið per hvern Liverpool leik er einfaldlega of hátt. Auk þess eru svo margar aðrar leiðir til að sjá þá leiki sem mig langar til að sjá.

Ég verð því bara áfram með hina ömurlegu Stöð2 (Nágranna og Ópru) og hina frábæru Sýn (Barcelona, meistaradeildina, golf, NBA og margt fleira).

Efnisorð: , ,

laugardagur, júlí 21, 2007

Golfblogg - áfram golf

Á fimmtudaginn spilaði ég í Meistaramóti Eignastýringar 2007 á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Fyrsta skipti sem ég spila þann völl. Þetta var punktakeppni.

Ég var on fire og vann mótið.

Var á 40 punktum (16/24) og 86 höggum (45/41).

Forgjöfin er þá komin í 15,5 og styttist all verulega í að ég nái markmiði sumarsins sem var 15 í forgjöf.

Áfram golf!

Efnisorð:

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Shuffle - 10 lög - sjáum hvað gerist

1. Travis - Writing to Reach You. Ágætlega skemmtilegt lag af plötunni The Man Who frá árinu 1999. Góð byrjun.
2. Robert Miles - In the Dawn. Er að hlusta á þetta í fyrsta sinn, og þetta er 8 mínútna tryllir. Ég er kominn með leið á þessu eftir 3 mínútur. Næsta lag.
3. Oasis - It´s better people. B-hliðar lag frá þeim tíma þegar Noel var hvað heitastur í lagasmíðunum (1993-95). Sungið af Noel. Ágætt lag.
4. James Taylor - How Sweet it is (To be loved by you). Klassíker. Flauelsmjúk rökk Taylorsins leikur um eyru mín. Mig langar að æla.
5. Air - Empty House. Ahhh, afbragð af The Virgin Suicides soundtrakkinu.
6. Interpol - Untitled. Ég hef aldrei almennilega dottið í Interpol pakkann. Kannski að það sé núna kominn tími á það. Þetta er ekta Hagnaðar tónlist.
7. Vincent Gallo - Lonely Boy. Þetta er spes.
8. Stuðmenn - Í fjarlægð. Nei takk, ég hlusta ekki á Stuðmenn edrú.
9. Kings of Leon - Molly´s Chambers. Já, þetta er almennilegt. Ég er vaknaður.
10. Oasis - Wonderwall. Eitt af mínum uppáhaldslögum allra tíma. Þetta er lagið sem ég tek eiginlega alltaf þegar ég er nógu vitlaus til að fara í karaokí. Frábær endir á skemmtilegri tilraun.

Efnisorð:

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Bandaríkjadalur...

Góðir lesendur!
Bandaríkjadalurinn kostar núna minna en 60 krónur íslenskar.

Á svona dögum væri gott að eiga fullt af krónum til að spreða á síðum eins og Amazon, Ebay og fleirum.

En neiii.

Efnisorð:

mánudagur, júlí 16, 2007

Íslenski boltinn...

Hér er mitt fyrsta og síðasta blogg um íslenska boltann árið 2007.

* Framarar eru bæði leiðinlegir og lélegir.
* Sama má segja um KR.
* Keflavík eru þó leiðinlegastir.
* Valur verður meistari.
* Helgi Sigurðsson verður markakóngur.
* Víkingar falla.

Efnisorð:

Höldum áfram að spjalla um golf...

Klukkan 06:45 á sunnudagsmorgunn var ég mættur í Grafarholtið ásamt áðurnefndum Ben og Teflon. Ben er með um 14 í forgjöf en Teflonið 20.

Á leið minni í Grafarholtið mætti ég nokkrum leigubílum keyrandi fólk heim af djamminu. Mikið var ég glaður að vera ekki í þeim hópi.

Það var stórkostlegt veður og greinilegt að fleiri hafa fengið þessa frábæru hugmynd, því það var ágætis bið á fyrsta teig!

Spilamennskan:
92 (46/46) - 31 punktur - 3 pör, 10 skollar, 4 skrambar, 1 sprengja.

Það er kominn ágætis stöðugleiki í þetta. Meðalhöggafjöldi í sumar er 92,5 högg. Ég er og verð bogey-spilari þangað til ég nenni að laga stutta spilið, en það er eins ömurlegt og hægt er að hafa það.

Aftur fór ég með sigur af hólmi. Ben var á 98 höggum eftir kjarnorkusprengjur á 15. og 16. braut, en Teflonið var nokkuð stöðugt og endaði á 95. Skemmtilegur hringur í góðum félagsskap.

Hauger Woods.

Efnisorð:

föstudagur, júlí 13, 2007

Tölum um golf...

... mótagolf!

Í gær var 4 manna vinnumót - áskorun reyndar. Þetta var áskorun frá Teflonmanninum (ekkert bítur á hann) og Ian Poulter. Með mér í liði var Ben Crenshaw.

Fyrirkomulag: punktur fyrir fugl, punktur fyrir besta skor, punktur fyrir samanlagt.
Völlur: Korpúlfsstaðir.
Vallaraðstæður: Gífurlega þurr völlur, PGA-hraði á green-um, ekki PGA-gæði á green-um.
Veður: Hæg hafgola, sólskin, 14 stiga hiti á fyrsta teig klukkan 19:00.

Úrslit: Teflon og Ian áttu 1 punkt eftir 9 holur. Við Ben komum hins vegar sterkir til baka og sigruðum að lokum með 7 punktum.

Spilamennskan á mér: 94 (49/45) - 36 punktar - 1 fugl - 5 pör. Ágætt alveg.

Efnisorð:

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Boxnámskeið...

... núna er Hagnaðurinn byrjaður á boxnámskeiði. Kennsla tvisvar í viku í 4 vikur.

Fyrsti tíminn var í gær, og þetta er alveg drulluskemmtilegt, og erfitt. Svona 50/50 skemmtilegt/erfitt. Ekki skemmir fyrir að þjálfarinn er vinnufélagi minn, svo við ákváðum að taka aukaæfingu í hádeginu í dag; one on one.

Að byrja í nýrri íþrótt þýðir harðsperrur á nýjum áður óþekktum stöðum. Það venst. Allt venst.

Boxnámskeiðið er á vegum íþróttanefndarinnar niðrí vinnu, þar sem ég er stjórnarmaður, og við vorum að vonast eftir svona 10-15 manns tops. Skráningin var hins vegar langt umfram væntingar. Við fylltum tvo 20 manna tíma, auk þess sem 8 voru á biðlista. Gaman að því.

Þetta er bomba. B-O-B-A.

Efnisorð:

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Ari Gold...

Vá hvað Ari Gold er skemmtilegur....

Efnisorð: ,

Hjólreiðar....

Af síðustu 7 vinnudögum hef ég hjólað 5 sinnum í vinnuna. Auk þess hjólaði ég í vinnunna á sunnudagsmorgun til að vinna í ritgerðinni minni. Þetta eru 6 ferðir, fram og tilbaka.

Hver leið er um 12 km, sem þýðir að ég er búinn að hjóla rétt um 140 km. Það jafngildir því að hjóla í Húsafell.

En isss, þetta er ekkert.

Tour de France byrjaði á laugardaginn í London með smá spretti. Síðan eru menn að hjóla þetta í kringum 200 km á dag. Á DAG. Mikið af því er í fjöllum. Eins gott að vera á góðum sterum!

Efnisorð:

laugardagur, júlí 07, 2007

Golfblogg (bestu bloggin) - mótablogg

Ég er búinn að taka þátt í tveimur mótum nýlega; Arnold Palmer Invitational og Buick Open. Þau eru hluti af mótaröð á milli Hauger Woods (ég) og Bijay Swing (Biggington). Ef mér tekst að vinna hann í höggleik, þá borgar hann fyrir mig flug til Florida.

Arnold Palmer Invitational:
Leikið var á Svarfhólavelli á Selfossi þann 29. júní. Gestaspilarar voru Ólafur Þórisson og Sigmundur Sigurgeirsson. Veðrið var frábært og ég lék í lánsskóm af Nike-gerð. Golfið var spennandi allt fram á síðustu holu. Eftir 16 holur leiddi Bijay með einu höggi, en ég gaf aðeins eftir á síðustu tveimur og hann fór með sigur af hólmi.

Niðurstaða:
Bijay=89 högg (46/43) - 32 punktar
Hauger=93 högg (45/48) - 35 punktar

Buick Open:
Leikið var á Húsatóftavelli í Grindavík í dag 7. júlí. Gestaspilari var Ólafur Þórisson. Aftur var frábært veður og tee time klukkan 08:00 hafði lítil áhrif á menn.

Það voru miklar sveiflur á top of the leaderboard, og ég leiddi m.a. með 2 höggum eftir 8 holur. Singh kom hins vegar sterkur til baka og lék seinni 9 holurnar á 36 höggum; 1 yfir pari. Hann var vel að sigrinum kominn, og fékk t.d. 3 fugla á seinni 9. Sjálfur fékk ég fugl á 18 holu, sem þýddi að ég break-aði 90 og lækkaði í forgjöf. Mikilvægt að enda vel!

Niðurstaða:
Bijay=83 högg (47/36) - 34 punktar (24 á seinni 9)
Hauger=89 högg (49/40) - 37 punktar

Næsta mót:
AT&T Pro-am, tími og staðsetning auglýst síðar.

Efnisorð:

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Strætó...

Ég sendi þennan póst til Gísla Marteins á mánudag. Hann hefur enn ekki svarað. Hann er enginn Lobbi.


Sæll Gísli,
Ég er íbúi í Norðlingaholtinu, en vinn í miðbænum. Ég hef tekið stætó reglulega í og úr vinnu.

Núna er hins vegar komið vandamál þar sem leið 5, sem fór áður um Lækjartorg, fer núna frá Hlemmi. Sama má segja um leið 19.

Hærra verð, færri ferðir, lélegri þjónusta --- er það málið?

Ég vitna í sjálfan þig:

10. Hvaða mál eru mikilvægust í baráttunni?

Skipulags- og samgöngumál, en úr þeim málum eigum við að vinna á forsendum barnafólks. Skipuleggja hverfi sem hjálpa okkur að njóta lífsins með fjölskyldunum. Hafa samgöngur þannig að við komumst greiðlega leiðar okkar.


Áfram strætó.
Kveðja,
Haukur Snær Hauksson

Efnisorð:

mánudagur, júlí 02, 2007

Clint...

3rd Annual Clint Invitational Golfmótið verður haldið á Urriðavelli laugardaginn18. ágúst næstkomandi klukkan 17:00.

Verð: 4000 kr.

Innifalið:
- Golf á fallegasta golfvelli landsins.
- Hamborgari, franskar, sósa, bjór.
- Vegleg verðlaun.

Efnisorð:

Holland - besta land í heimi?

Ég var í Hollandi á dögunum; 2 vikna ferð. Frábær ferð og stórkostlegt land.

Ég hef verið að pæla í þessu, og niðurstaða mín er sú að Holland er besta land í heimi til að búa í. Mér hefur allavega enn ekki dottið í hug land sem er betri kandidat.

Kostir:
* Gott veður - mildir vetur og hlý en ekki sjóðandi sumur.
* Opið hagkerfi, háar þjóðartekjur, lág verðbólga, lágt atvinnuleysi.
* Fótbolta- og hjólreiðaþjóð.
* Friðsæl þjóð og afslöppuð.
* Kílóverð á kjúklingi er 400 kr.
*Frelsi og umburðarlyndi.
* Skemmtilegt borgarlíf.
* Gott vegakerfi.
* En það sem mestu máli skiptir, er að fólkið er einkar kurteist og almennilegt.

Ég set fram spá/sýn:
Innan 15 ára mun ég verða búinn að búa í Hollandi í a.m.k. 1 ár.

Efnisorð:

Hjólað í vinnuna...

Núna í morgun hjólaði ég í fyrsta sinn í vinnuna; þ.e.a.s. á vinnudegi.

Helsta áhyggjuefnið var hvernig ég ætti að koma jakkafötum, skyrtu, bindi, skóm, handklæði, nærfötum og sokkum í bakpoka.

Við því vandamáli er trikk. Það er alltaf trikk.
Málið er nefnilega að rúlla upp jakkafötunum, ekki brjóta saman.

Rúlla, ekki brjóta.

Efnisorð: ,