sunnudagur, júlí 29, 2007

Frí

Ég er kominn í frí. Er búinn að vera alltof lítið í fríum undanfarið. Er núna staddur í vinnubústað í Selvík, við Álftavatn. Afslöppun.

Spilaði 18 holur í gær og í dag. Bæði skiptin á Selfossi, 9 holur með tveimur boltum. Sæmileg spilamennska, og kannski markverðast að ég er búinn að finna púttin aftur og drævin eru orðin bein og löng (í svona 60% tilfella vs. 95% slice previously). Járnasláttur la la.

90 högg í gær.
88 högg í dag.

Annars ætlaði ég að spila Öndverðarnesið í dag, en það er alltaf sama sagan þar. Það er þannig að Golfklúbbur Landsbankans spilar frítt á vellinum (max 2 spilarar í einu), en í hvert einasta skipti er starfsfólkið þarna með einhvern væl eins og það vilji ekki að við spilum þarna. Ég mætti þarna rétt eftir hádegið og það var eiginlega enginn á vellinum.
Ég: Ég ætla að spila 9 holur, ég er í GLÍ.
Kellingarbelja: Það eru 2 úr GLÍ útá velli (hún var að ljúga, ég sá það á henni)
Ég: Nú ok, er langt síðan þau byrjuðu?
Beljan: Nei, þau voru að byrja.

Jæja, lægð á leið uppað landinu. Það er gott að vera í fríi.

Efnisorð: