föstudagur, júlí 13, 2007

Tölum um golf...

... mótagolf!

Í gær var 4 manna vinnumót - áskorun reyndar. Þetta var áskorun frá Teflonmanninum (ekkert bítur á hann) og Ian Poulter. Með mér í liði var Ben Crenshaw.

Fyrirkomulag: punktur fyrir fugl, punktur fyrir besta skor, punktur fyrir samanlagt.
Völlur: Korpúlfsstaðir.
Vallaraðstæður: Gífurlega þurr völlur, PGA-hraði á green-um, ekki PGA-gæði á green-um.
Veður: Hæg hafgola, sólskin, 14 stiga hiti á fyrsta teig klukkan 19:00.

Úrslit: Teflon og Ian áttu 1 punkt eftir 9 holur. Við Ben komum hins vegar sterkir til baka og sigruðum að lokum með 7 punktum.

Spilamennskan á mér: 94 (49/45) - 36 punktar - 1 fugl - 5 pör. Ágætt alveg.

Efnisorð: