mánudagur, júlí 02, 2007

Holland - besta land í heimi?

Ég var í Hollandi á dögunum; 2 vikna ferð. Frábær ferð og stórkostlegt land.

Ég hef verið að pæla í þessu, og niðurstaða mín er sú að Holland er besta land í heimi til að búa í. Mér hefur allavega enn ekki dottið í hug land sem er betri kandidat.

Kostir:
* Gott veður - mildir vetur og hlý en ekki sjóðandi sumur.
* Opið hagkerfi, háar þjóðartekjur, lág verðbólga, lágt atvinnuleysi.
* Fótbolta- og hjólreiðaþjóð.
* Friðsæl þjóð og afslöppuð.
* Kílóverð á kjúklingi er 400 kr.
*Frelsi og umburðarlyndi.
* Skemmtilegt borgarlíf.
* Gott vegakerfi.
* En það sem mestu máli skiptir, er að fólkið er einkar kurteist og almennilegt.

Ég set fram spá/sýn:
Innan 15 ára mun ég verða búinn að búa í Hollandi í a.m.k. 1 ár.

Efnisorð: