miðvikudagur, júlí 04, 2007

Strætó...

Ég sendi þennan póst til Gísla Marteins á mánudag. Hann hefur enn ekki svarað. Hann er enginn Lobbi.


Sæll Gísli,
Ég er íbúi í Norðlingaholtinu, en vinn í miðbænum. Ég hef tekið stætó reglulega í og úr vinnu.

Núna er hins vegar komið vandamál þar sem leið 5, sem fór áður um Lækjartorg, fer núna frá Hlemmi. Sama má segja um leið 19.

Hærra verð, færri ferðir, lélegri þjónusta --- er það málið?

Ég vitna í sjálfan þig:

10. Hvaða mál eru mikilvægust í baráttunni?

Skipulags- og samgöngumál, en úr þeim málum eigum við að vinna á forsendum barnafólks. Skipuleggja hverfi sem hjálpa okkur að njóta lífsins með fjölskyldunum. Hafa samgöngur þannig að við komumst greiðlega leiðar okkar.


Áfram strætó.
Kveðja,
Haukur Snær Hauksson

Efnisorð: