miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Vandamál Lakers?

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að helsta vandamál Lakers sé slæmur leikstjórnandi. Hér má sjá skemmtilega tölfræði um hvern einasta leikmenn liðsins. Samkvæmt þessari aðferðafræði er Radmanovic slakasti leikmaður liðsins, og Smush Parker sá næstslakasti. Hann er bara svo agalegur varnarmaður.

Ég skoðaði framisstöðu leikstjórnanda andstæðinganna í síðustu leikjum:
Derek Fisher - 23/8 (meðaltal 10,6/3,4)
M. Elles - 22/3 (meðaltal 17/4)
Delonte West - 12/5 (meðaltal 11/4,5)
Jarrett Jack - 30/7 (meðaltal 13/5,5)
Eric Snow - 13/5 (meðaltal 4/4)
Stephon Marbury - 8/9 (meðaltal 14/5)
Daniel Gibson 6/0 (meðaltal 5/1)
TJ Ford 6/7 (meðaltal 14/8)

Nánast undantekningalaust eru leikmenn að spila betur en þeir gera að meðaltali.
Niðurstaða: Losum okkur við Smusharann, þrátt fyrir að hann sé OK sóknarmaður.

Bara ef Kidd hefði komið.

Efnisorð: