fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Skítapakk...

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. ætlar með nokkrum félögum sínum, þar með töldum nokkrum japönskum hvalveiðimönnum, að bregða sér til Lundúna eina helgi núna á næstunni og gera sér glaðan dag. Dagskrá þeirra er óðum að fyllast, en þeir ætla meðal annars að sjá rugbyleik, líta á vaxmyndasafn og reyna að ná mynd af vaktaskiptum varðanna við Buckinghamhöll. Þessi áform hafa hins vegar vakið ólgu í Bretlandi. Hið konunglega breska spákvennafélag hefur sent frá sér ályktun, Arthur Scargill hefur hótað að loka yfirgefinni kolanámu í mótmælaskyni og Ken Livingstone borgarstjóri Lundúna hefur beðið Scotland Yard um að kanna sérstaklega hvort Kristján og félagar geti ekki verið viðriðnir verslun með fílabein og hvort ekki sé hægt að hafa það sem átyllu fyrir því að hleypa þeim ekki til landsins. Breska lögreglan er þegar farin að athuga málið.

- Fréttaskeyti, rétt ósent frá Reuters.

Efnisorð: