fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Pursuit of Happyness...

Ég sá flotta mynd í gær; Pursuit of Happyness.

Will Smith, Will-arinn, fer með aðalhlutverkið og er tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir sína framisstöðu.

Myndin gerist í San Francisco snemma á 8. áratugnum, þegar Magic og Jabbar réðu ríkjum í Kaliforníu og fjallar um Chris Gardner (W.S.) sem er hálf vonlaus sölumaður sem tekur smá stefnubreytingu og fer í starfsnám hjá verðbréfamiðlunarfyrirtæki.

Myndin kom á óvart. Þetta er fínn feel-good-ari og nokkur Opruh-moment fyrir konurnar.

Einnig; á ferðum mínum um San Francisco og Oakland í september 2005 rambaði ég inná "set" myndarinnar. Það var ágætis stuð, en þó ekki jafn mikið stuð og 2 tímum síðar þegar ég sá Sigurrós!

Efnisorð: