þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Hin 30 undursamlegu Golflögmál Murphy's

1. Ef þú slærð beint á æfingasvæðinu ertu ekki að miða rétt.
2. Sama hversu illa þú spilar þá muntu eiga eftir að spila verr.
3. Besti hringur þinn mun alltaf verða sá síðasti á undan þeim versta. Líkurnar á þeim síðari aukast í réttu hlutfalli við fjölda þess fólks sem þú segir frá þeim besta.
4. Hversu slæmt högg sem þú slærð muntu alltaf eiga eftir að slá verra högg.
5. Líkurnar á að toppa höggið aukast í réttu hlutfalli við fjölda áhorfenda.
6. Slæm högg koma alltaf í þrennu. Fjórða slæma höggið í röð er því fyrsta höggið í þrennu.
7. Í hvert skipti sem kylfingur fær fugl er nauðsynlegt að fá 2 þrefalda skolla í kjölfarið til að minnka ójafnvægið á skorkortinu.
8. Það eru 90% líkur á að þú hittir 5 cm grein á tré en 10% líkur á því að þú hittir 30 m breiða braut.
9. Ekkert lagar illvígt slice eins snögglega og hundslöpp til hægri.
10. Out of bounds er alltaf til hægri, fyrir rétthenta og til vinstri fyrir örvhenta.
11. Veðmál hafa tilhneigingu að stytta drive og lengja pútt.
12. Það fer alltaf að rigna ef þú skilur regnhlífina eftir heima.
13. Röffið verður slegið á morgun.
14. Hrífan er í hinni gryfjunni.
15. Boltinn lendir alltaf þar sem holan var í gær.
16. Bolti sem þú sérð í karganum af 50 metra færi er ekki boltinn þinn.
17. Ef það er bolti á forgríninu og annar í sandgryfjunni átt þú þennan í gryfjunni. Ef báðir eru í gryfjunni átt þú þann í skófarinu.
18. Það er mótvindur á 16 af 18 holum.
19. Það tekur að minnsta kosti 5 holur að uppgötva að þú hafir týnt kylfu.
20. Sjálfstraust minnkar í réttu hlutfalli við stærð vatnstorfærunnar
21. Sama hversu boltaveiðarinn er langur vantar alltaf fet upp á að hann nái boltanum.
22. Kylfingar sem halda því fram að þeir svindli ekki eru bæði svindlarar og lygarar.
23. Eina örugga leiðin til að ná pari er að skilja meters birdípútt eftir of stutt.
24. Beinasta högg dagsins er alltaf of stutt eða of langt.
25. Ef þú vilt slá jafn langt og Tiger Woods með 7 járni, leggðu þá upp fyrir framan vatnstorfæru.
26. Golfmót eru hæfileikakeppni þín gegn heppni andstæðinganna.
27. Það er tvennt sem þú getur lært af því að stoppa baksveifluna á toppnum og kanna afstöðu handanna. Hve margar hendur þú hefur og hvor þeirra er í hanska.
28. Það eina sem þú getur lært af lestri golfbóka er að þú lærir ekkert af lestri golfbóka. En þú þarft að lesa anskoti mikið af golfbókum til þess.
29. Það sem þú heldur að þú sért að gera vitlaust er það eina sem þú ert að gera rétt
30. Eina breytingin sem þú færð út úr því að fara í golfkennslu er að þetta eina góða sem þú hafðir tilfinningu fyrir í sveiflunni þinni hættir að virka.

Efnisorð: