föstudagur, febrúar 09, 2007

Laser aðgerð...

Aðgerðin gekk vel, eða svo sagði læknirinn. Ég sé að minnsta kosti býsna vel og þetta var lítið mál. Tók að vísu pínulítið á andlega að heyra í mótornum þegar hornhimnan var hefluð, en ég fann ekkert fyrir því.

Á leiðinni í aðgerðina í morgun, með Kristínu Maríu í aftursætinu, var í útvarpinu lagið My Fathers Eyes með Eric Clapton. Tilviljun?

Af gefnu tilefni er rétt að benda á að ég er ekki komin með nýja sýn á lífið eftir aðgerðina. Ég held enn með Lakers, Liverpool og Barcelona, og er enn hægra megin í pólitík.

Efnisorð: