Á döfinni...
Það er ýmislegt skemmtilegt búið að gerast, eða er á leiðinni að fara að gerast.
a) Liverpool lögðu Barcelona 1-2 á Nou Camp. Jafntefli hefði líklegast verið sanngjarnt, en sigur staðreynd. Victor Valdez og Marquez áttu stórleik. Frekar daufur leikur í heildina, og vonandi verður meira fjör á Anfield eftir 2 vikur.
b) Ég er á leiðinni á Food & Fun á Sjávarkjallaranum á föstudaginn ásamt frúnni, systu og fleirum. Gæti orðið mjög skemmtilegt.
c) Á laugardaginn förum við svo á Hótel Búðir á Snæfellsnesi, gistum eina nótt og förum í snjósleðaferð á Snæfellsjökul. Spennandi.
d) Við erum í þann mund að klára kaup á okkar fyrstu íbúð. Hún er staðsett í Norðlingaholtinu. Splunkari. Það er búið að samþykkja kauptilboð, og vonandi verður klárað pappírsvinnuna fljótlega eftir helgi. Þá er bara að parketleggja og flytja inn!
e) Svo er fimmtugsafmæli, bústaðferð, brúðkaup, pabbadagur, barnaafmæli og Berlínarferð á dagskrá í mars. Nóg að gera.
a) Liverpool lögðu Barcelona 1-2 á Nou Camp. Jafntefli hefði líklegast verið sanngjarnt, en sigur staðreynd. Victor Valdez og Marquez áttu stórleik. Frekar daufur leikur í heildina, og vonandi verður meira fjör á Anfield eftir 2 vikur.
b) Ég er á leiðinni á Food & Fun á Sjávarkjallaranum á föstudaginn ásamt frúnni, systu og fleirum. Gæti orðið mjög skemmtilegt.
c) Á laugardaginn förum við svo á Hótel Búðir á Snæfellsnesi, gistum eina nótt og förum í snjósleðaferð á Snæfellsjökul. Spennandi.
d) Við erum í þann mund að klára kaup á okkar fyrstu íbúð. Hún er staðsett í Norðlingaholtinu. Splunkari. Það er búið að samþykkja kauptilboð, og vonandi verður klárað pappírsvinnuna fljótlega eftir helgi. Þá er bara að parketleggja og flytja inn!
e) Svo er fimmtugsafmæli, bústaðferð, brúðkaup, pabbadagur, barnaafmæli og Berlínarferð á dagskrá í mars. Nóg að gera.
Efnisorð: Daglegt líf, Fótbolti
<< Home