sunnudagur, febrúar 04, 2007

Icelandair og verðlag.. (uppfært)

Friðjón nokkur moggabloggari er búinn að vera að skjóta aðeins á Icelandair undir greinaflokkunum "Er Fólk Fífl I-III".

Er fólk fífl I.
Er fólk fífl II.
Er fólk fífl III.

... og svo svar Icelandair.

Þetta er býsna athyglisvert. En er það ekki svo að verð á flugi hefur hækkað margfalt minna en annað verð á undanförnum svona 10 árum? Ég hef það allavega á tilfinningunni, nema maður hafi bara meiri pening á milli handanna. Dýrast er þó Ameríkuflugið, enda engin bein samkeppni þangað. Vonandi að það batni fljótlega.


Uppfært:

Ég skoðaði málið á heimasíðu Hagstofunnar. Þar eru gögn yfir verðlagsþróun sem nær til mars 2002. Við sjáum mynd.


Þetta eru 5 ár. Flugið stendur í stað á meðan verðlag hækkar um 20%.

Efnisorð: