fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Yfirdráttur...

Yfirdráttarlán heimilanna eru viðlíka stór og gengisbundin lán þeirra. Í lok janúar námu þau 72 mö.kr. og hækkuðu um tæplega 5 ma.kr. í mánuðinum. Yfirdráttarlánin hafa ekki verið hærri frá því í lok febrúar fyrir rétt tæplega fyrir ári síðan.

Gott og vel.
72 ma.kr. deilt með 300 þús Íslendingum gera 240 þús kr í yfirdrátt á hvern lifandi einstakling. Þetta er rétt tæp 1 mkr per 4 manna fjölskyldu.

Yfirdráttarvextir bankanna eru í kringum 22%. Við erum því að tala um 220 þús kr í vexti per ár, eða um 20 þús kr á mánuði. Bara í vexti!

Eru stýrivextir Seðlabankans ekkert að fara að bíta í budduna?

Efnisorð: