Hvað er leyndarmálið? Er það Viktoríu? Nei, aldeilis ekki.
Leyndarmálið (
The Secret) er heimildarmynd sem ég horfði á fyrir nokkrum dögum. Áður hafði vinnufélagi mælt með henni, og bent mér jafnframt á umfjöllun á heimasíðu
Jóns Axels Ólafssonar (bróðir Gassa).
Fólk annað hvort hatar svona myndir, eða tekur þeim opnum örmum. Enda kemur í ljós þegar skoðuð eru ummæli á
IMDB að myndin fer fullt hús eða tómt hús. Ég er að vísu þarna á milli. Mér fannst þetta hálf ansaleg mynd og alltof löng, en boðskapurinn er heillandi.
Boðskapurinn er einfaldur - "
The Law of Attraction" - sem segir í rauninni að fólk fær það sem það óskar sér. Neikvætt fólk dregir að sér leiðinlega og neikvæða hluti, og öfugt. Ég kaupi þetta. Þetta er Brian Tracy speki, einfalt en virkar.
******
Í gær fór ég svo á fyrirlestur hjá
Hugo Þórissyni, sálfræðingi. Skemmtilegur náungi og áhugaverður fyrirlestur.
Hugo talaði um leyndarmálið, óbeint.
Hann sagði frá tilraun, sem hefur verið margendurtekin, þar sem 2 kennarar fara að kenna nýjum bekk í eina viku (sama bekknum). Fyrri kennarinn fær þau skilaboð að hann sé að fara að kenna frábærum bekk með duglegum krökkum og það sé hreinlega draumur að kenna svona bekk. Með þær væntingar og jákvæðu hugsun byrjar hann að kenna og allt gengur eins og í sögu. Þú færð það sem þú býst við.
Seinni kennarinn fékk þau skilaboð að þetta væri ömurlegast bekkur í heimi. Núverandi kennari væri á heilsuhæli í Rúmeníu í viku og þurfti að fá einhvern backup. Kennaranum var sagt að hann yrði að vera fastur fyrir frá fyrstu mínútu, ef hann vildi hafa einhverja stjórn. Að sjálfsögðu endaði þetta með ósköpum.
Sami bekkur, mismunandi væntingar, mismunandi niðurstaða.
Svona er þetta alltaf.
******
Þekkiði ekki einhvern neikvæðan sem virðist alltaf vera í ruglinu. Hvort ætli sé orsök og hvort afleiðing?
Efnisorð: Bíó, Daglegt líf