miðvikudagur, september 28, 2005

Farinn

í þetta

og þetta

og þetta

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, september 27, 2005

Hoppípolla

Brosandi
Hendumst í hringi
Höldumst í hendur
Allur heimurinn óskýr
Nema þú stendur

Rennblautur
Allur rennvotur
Engin gúmmístígvél
Hlaupandi inní okkur
Vill springa út úr skel

Vindur í
Og útilykt Af hárinu þínu
Ég lamdi eins fast og ég get
Með nefinu mínu
Hoppa í poll
Í engum stígvélum
Allur rennvotur (rennblautur)
Í engum stígvélum

Og ég fæ blóðnasir
En ég stend alltaf upp

Og ég fæ blóðnasir
En ég stend alltaf upp

mánudagur, september 26, 2005

Fréttir

Ég vek athygli á heimasíðu Hörpunnar.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

"Þau voru elskendur"

... segir DV um Jónínu Ben og Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Moggans.

Ef satt reynist, þá er þetta mál að verða verra en versta sápuópera.

Hvað er í gangi hér á landi?

sunnudagur, september 25, 2005

Kvikmynd..

Flóttinn frá Alcatraz með Clint Eastwood

Ákvað að taka þessa mynd þar sem ég verð á þessum slóðum næstkomandi miðvikudag.
3 dagar í þetta.

Clintarinn er flottur í þessari mynd. Þetta er samt ekkert meistaraverk þannig séð. Samt alltaf soldið sérstakt þegar maður heldur með glæpamönnunum; vonar hreinlega að þeir nái að sleppa. Það er eitthvað skrítið við það!

Smelli 75/100* á kvikindið.

laugardagur, september 24, 2005

Inni eða úti?

Í gær varð ég mér úti um diskinn Back to Bedlam með James Blunt.

Svo þegar ég les Fréttablaðið í dag, þá er talað um að þessi diskur sé 'Úti' í 'Inni Úti' dálkinum.
Ég velti því fyrir mér: Var diskurinn enn 'inni' þegar ég fékk hann í gær, eða var hann þegar orðinn úti?

Annars verð ég að vera sammála Fréttablaðinu. Þetta er eiginlega bölvað væl fyrir einmana stúlkur. Að tala um Damien Rice í sömu setningu er hneyksli.

Damien góður maður.
Langt síðan maður hlustaði á hann.

En góðir hálsar.... ÞAÐ ER VIKA Í SIGURRÓS!!!!!

AAAAA TJÚÚÚÚÚÚ ÚÚÚÚÚÚÚÚ´

********************

Snúðar í ofninum.
Liverpool að byrja.
Sólin skín.

Morgunkveðja,
Hagnaðurinn

föstudagur, september 23, 2005

Draumur eða raunveruleiki?



Yeah baby!

Aftur í viðskiptum!

Kiddi Yo og Gísli litli Marteinn

Daginn.

Kiddi Yo er að flytja til London (Highbury) og eru kominn með heimasíðu. Að vísu blog.central , en gefum honum séns; hann er rauðhærður.

Gísli litli Marteinn er líka rauðhærður. Hann er einnig kominn með heimasíðu. Punktur is síðu. Áfram Gísli Marteinn.

****************

Í dag er skítakuldi og Esjan alhvít.
En það er sterk undiralda. Þetta gæti orðið góður dagur.

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, september 22, 2005

Hér & Nú

Í lófalestri Ellýar hjá Guðmundi Bragasyni sjónvarpsþulu kemur fram "að hann hefur brennandi áhuga á lífinu"

En gaman.
Sjálfur hef ég gífurlegan áhuga á andadrætti.

miðvikudagur, september 21, 2005

Ferðalag + hádegið + gengið

Í dag er ein (1) vika í brottför til Fran Sanfrisco.
Tilhlökkun!

********

Í dag er boðið uppá TACOS með öllu í mötuneytinu.
Menn eiga að kúka í hádeginu.

********

Bandaríkjadalur kostar núna 61,345 ISK.
Gengið er breytilegt.

mánudagur, september 19, 2005

Quote

„Eins og í öllum rekstri þá þurfum við að geta staðið við skuldbindingar okkar. Það þýðir lítið að segja bara ekkert mál og svo er ekkert hægt að borga mönnum sín laun. Við höfum alltaf staðið við okkar og við viljum ekki halda inn í tímabil þar sem við ráðum ekki við neitt. Við verðum bara að vera hreinskilnir og skoða öll þessi mál.“

Þetta segir framkvæmdastjóri liðs sem var að falla um deild á laugardag! (fréttablaðið í dag)

Aðra eins vitleysu hef ég aldrei lesið....

sunnudagur, september 18, 2005

Liverpool vs. manutd

Liðin skildu jöfn 0-0 í tilþrifalausum leik.

Ekkert færi leit dagsins ljós, Rooney hélt sig á mottunni og L'pool sendu langa bolta á Crouch!

Er þetta það sem við viljum sjá?
1 mark í fjórum leikjum...
Svo kemur Cisse inná, en hvað gerir hann? Horfir aðallega á dómarann í stað þess að hreyfa á sér rassgatið.

Menn leiksins: Garcia og Finnan. Þvílík framisstaða

Áfram fótbolti
Áfram Napolí

föstudagur, september 16, 2005

Læti

AV-8B Harrier flaug hérna yfir miðbæinn áðan og lætin voru gífurleg.


Þessar vélar geta víst tekið á loft og lent beint niður, 90 gráður.

Þetta var fjör á föstudegi.

Kv. Hagnaðurinn

Æj æj ......

Flest bendir til þess að Gabriel Heinze, argentínski bakvörðurinn, leiki ekki meira með Manchester United á þessu keppnistímabili og hætta er á að hann spili ekki með Argentínu í lokakeppni HM næsta sumar. Í ljós hefur komið að hnémeiðslin sem hann varð fyrir gegn Villarreal á miðvikudag eru alvarleg, krossband er skaddað og hann fer í uppskurð.

Þetta er mikið áfall fyrir Manchester United sem keypti Heinze sumarið 2004 en hann hefur fest sig í sessi sem einn af lykilmönnum liðsins, og er orðinn geysilega vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.



Hann er auk þess orðinn geysilega óvinsæll hjá stuðningsmönnum annarra liða.

THE WORLD'S SHORTEST & HAPPIEST FAIRY TALE

Once upon a time, a guy asked a girl "Will you marry me?"
The girl said, "NO!"
And the guy lived happily ever after and went fishing, hunting and played golf a lot and drank beer and farted whenever he wanted.
THE END

fimmtudagur, september 15, 2005

Ég hef verið klukkaður!

Samanber nýtt 'æði' á bloggsíðum.

Gott og vel.
5 useless atriði um sjálfan mig:

1) Ég vakna nánast allar nætur á milli 3 og 4. Ég fer fram og pizza. Svo fæ ég mér eina fernu af trópí eða vatnsglas og eitthvað sætt með, helst kanilsnúð ef ég á slíkt til. Á meðan ég borða þetta kíki ég í eitthvað dagblað eða tímarit. Ferðin tekur að jafnaði 5 mínútur.

2) Ég borða snakk á sérstakan hátt. Ég set aldrei alla flöguna uppí mig í einu, heldur borða hana í sem flestum bitum. Sérstaklega gildir þetta um skrúfur. Einnig borða ég sjaldan heila frönsku, heldur skil eftir skemmda endann (þennan með þessu dökka á).

3) Mér finnst Paul Newman´s vera yfirburða salsasósa. 'Hot' útgáfan er best. Ég er farinn að borða nánast allt í krukkunni, þar á meðal stóru bitana, og því fer minna til spillis. Slíkt leiðir til hagnaðar.

4) Ég fæ æði fyrir hlutum og er fíkill á ansi margt. Lesendur mínir ættu að kannast við það!

5) Ég held með Lakers, Barcelona, Liverpool, Napolí, Fram, og ég kýs Sjálfstæðisflokkinn.

Ég klukka eftirfarandi aðila:
Harpa
Ólafur Þórisson
Baldur Knútsson
Birgir Sverrisson
Ómar Örn Jónsson

3 dagar....

íðetta.

Nokkur góð brot:

At the start of every season there are only two fixtures that Liverpudlians really look out for and they are Manchester United and Everton. Talk of any rivalry with Arsenal or Chelsea is rubbish. That is all media manufactured.

Locally, Liverpool and Everton will always be a big deal, but on a global scale Liverpool versus Manchester United is still THE biggest fixture in English football calendar.

Under Alex Ferguson, United have been trying to emulate us for years but have only won it once and since that terrible night in 1999 they've never really looked like doing it again. What it's taken Fergie 19 years to achieve, Rafa Benitez did in one!

There's an old Greek or Roman saying that goes 'They Hate Who They Fear', and I think this sums up the relationship between the North West's two biggest clubs. It's the same on both sides and I'm sure Liverpool fans reacted in the same way when United fluked the European Cup in 1999!

Þetta verður eitthvað.
Ég spái öruggum sigri Lifrarpylsunnar; 3-1.

Kveðja,
Hagnaðurinn

Preston Michael Spears Federline

miðvikudagur, september 14, 2005

Rannsókn - Sigurrós:

Inngangur:
Í þjóðskrá er að finna 204 Sigurrósir.
Ég gerði rannsókn á því hvort mögulegur marktækur munur væri á fæddum Sigurrósum fæddum fyrir Ágætis Byrjun vs. fæddum eftir Ágætis Byrjun. Þið skiljið.

Viðmiðunarárið er þá 1999.

Niðurstöður:
Af 204 Sigurrósum er 17 fæddar eftir 1999.
Það er 8,33%
Það er það sama og 1/12

Í ljósi þessara og fleira tölfræðilegra athugana sem ég gerði er það niðurstaða mín að ekki hafa verið marktækt stökk í fjölda Sigurrósa á Íslandi eftir útgáfu Ágætis Byrjunar.

Auk þess er hvergi að finna merki þess að nokkur hafi verið skírður ( ) eftir útgáfu þeirrar frábæru plötu.
Einhverjir eru þó enn nafnlausir, eins og öll lögin á nafnlausu plötunni.
Enginn heitir þó 'Untitled'

Viðauki:
Af þessum 17 Sigurrósum búa einungis 3 í Reykjavík.
Það eru 17,6%
Reykvíkingar eru hins vegar mun hærra hlutfall af landsmönnum.
Það má því draga þá ályktun að þeir sem skíra börnin sín 'Sigurrós' séu sveitalúðar.

Til dæmis býr ein Sigurrós í Njarðvík.
Að auki býr ein í Svíþjóð.

Hagnaður - maður tækni, rannsókna og lifandi vísinda!

Um lífsgæðakapphlaupið

Hvað gerir þú við tímann?
Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn.
Ég sef fram eftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek"siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas ogleik á gítar með vinum mínum. ---

Ég get gefið þér góð ráð sagði Reykvíkingurinn.

Ég er ráðgjafi með MBA. Þú átt að veiða meira. Þáfærð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira.Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður þvíað selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, settupp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hérheldur getur flutt suður. ---

Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. -

Svona 20-25 ár. sagði ráðgjafinn
En hvað svo? spurði fiskimaðurinn. ---

Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag ogferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með marga milljarða.--
Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo?

Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítiðfiskiþorp, sefur fram eftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin,tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þérvínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!!

þriðjudagur, september 13, 2005

Í fréttum er þetta helst:

Arnór Gunnarsson, leikmaður TLC, fékk beint rautt spjald fyrir peysutog í knattspyrnuleik fyrr í kvöld.
Þetta var miðlungs-peysutog útá miðjum velli, snemma í fyrri hálfleik.

Í hálfleik gaf dómarinn upp þessa skýringu:
"Þetta átti ekkert skylt við knattspyrnu"

Þess má geta að dómarinn var rauðhærður.
Þess má einnig geta að TLC vann leikinn 2-1.
Þess má auk þess geta að ég klúðraði dauðafæri, tók boltann upp með höndum og sparkaði uppí rjáfur. Ég fékk ekki einu sinni tiltal.

Hvað er að gerast í utandeildinni???????

mánudagur, september 12, 2005

Enski Boltinn...

... kom í hús í dag!


Við mismikinn fögnuð heimilisbúa...

Sjálfur var ég himinlifandi.

"ég fæ blóðnasir...
... en ég stend aaaaaalltaf upp"

Takk - Sömuleiðis ... dómur Morgunblaðsins (tekið af www.mbl.is)

Takk...er fjórða eiginlega hljóðversplata Sigur Rósar. Sveitina skipa Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason. Lög og textar eru eftir Sigur Rós. Strengjasveitin Amina á hluta í lögunum Gong og Mílanó og útsetur strengi. Aðrar útsetningar eru Sigur Rósar. Upptökustjórn Ken Thomas. Útgefandi Smekkleysa og EMI.


EFTIRVÆNTINGIN er ennþá jafnmikil. Óbærileg. Ný plata frá Sigur Rós er enda ekkert minna en stórtíðindi í íslensku tónlistarlífi, og reyndar ekki aðeins íslensku heldur hefur plötunnar verið beðið með óþreyju um heim allan. 250 þúsund fyrirfram pantanir á hjá netsölunni Amazon.com tala þar sínu máli. Við erum að tala um ein stærstu tíðindi ársins í framsækinni rokktónlist, og það með réttu og án allrar þjóðernisrembu. Svo stór er sveitin orðin. Svo mikilvæg. Og eftir vandlega íhugun og ítrekaða hlustun þá segir manni svo hugur að Takk...eigi aðeins eftir að gera Sigur Rós að ennþá stærra nafni, ennþá mikilvægari hljómsveit, því hún uppfyllir allar þær væntingar sem aðdáendur sveitarinnar gera til hennar og jafnvel gott betur. Um leið verður reyndar að segjast sem er að hún er ögn fyrirsjáanlegri en maður hafði búist við af öðrum eins ólíkindartólum, af eins leitandi tónlistarmönnum og Sigur Rósar-menn eru óumdeilanlega. Platan er sú aðgengilegasta og mest grípandi af þeim fjórum sem þeir hafa sent frá sér - að undanskildum hliðarverkefnum á borð við balletverk og kvikmyndatónlist - og hefur hún m.a. að geyma lög - einkum "Gong" og "Hoppípolla" - sem komast næst því, af allri tónlist sem Sigur Rós hefur samið til þessa, að geta talst hefðbundin rokklög að byggingu og áferð. Það eru líka frábær rokklög og gott ef ekki er bara hægt að flytja þau ósködduð hjá Letterman!


Þessi og önnur lög á plötunni sverja sig ýmist í ætt við Ágætis byrjun - smáskífan "Glósóli", "Hoppípolla" og hið ægifagra "Svo hljótt" - eða ( ) - "Sæglópur", "Mílanó" og "Andvari". Það má jafnvel greina nokkra hljóma, t.d. í "Sæglópur", sem minna á hina rafskotnari og tilraunakenndari frumraun sveitarinnar Von. Það mætti því líta á Takk... sem einhvers konar samantekt á fyrri verkum, farsælar niðurstöður 12 ára langra músíkrannsókna. Og þvílíkar niðurstöður. Þvílík arfleifð. Án allra tvímæla áhugaverðasta og fegursta tónlist sem íslenskir listamenn hafa skapað á sviði framsækinnar rokktónlistar.


En um leið og lögin ellefu bera hvert á sinn hátt í sér vísanir í fyrri verk, eru þeim náskyld, þá fela þau í sér greinilegar vísbendingar um að sveitin er í stöðugri framþróun og verður sífellt sterkari.
Styrkur þessi felst ekki hvað síst í því hversu heilsteypt tónlistin er orðin, skotheld og útpæld í allri sinni "slysalist" - eins og þeir féllust á að kalla tilviljanakenndu og tilraunaglöðu listsköpun sína í Morgunblaðsviðtali við Árna Matthíasson á dögunum. Um leið og þeir hafa náð fullkomnum tökum á listformi sínu er það einmitt þessi slysalist sem ríður baggamuninn, gerir annars útpælt tónlistarkonseptið spennandi og grasserandi í framandi ævintýrum. Og það er samruni þessa útpælda og "slysalega" sem gerir líka að verkum að jafnvel þegar eitthvað á skortir, er alltaf eitthvað annað áhugavert í gerjun, eitthvað svo æsilegt að það skyggir gjörsamlega á annmarkana. Þegar andagiftina skortir t.a.m. í lagasmíðunum koma þeim til bjargar aðrir og jafnvel ennþá dýrmætari hæfileikar; djúpt og mikið "músíkalítet", eins og þeir myndu kalla það gömlu skríbentarnir: einstakur hæfileiki til að útsetja og byggja upp lögin, þar sem helstu kostir eru takmarkalaus hugmyndaauðgi og fádæma næmni fyrir átakanlega grípandi stíganda. Þessa hæfileika verður að telja bland beggja, tónlistarleg náðagift og gagnkvæmur skilningur, ávöxtur þess hversu lengi og náið fjórmenningarnir hafa unnið og skapað tónlist saman. Skýrasta dæmið um þetta er lagið "Sé lest", lag sem væri lítið meira en tilþrifasnautt Tubular Bells-stef ef ekki hefði verið fyrir snilldarlega útsetningu og einkar vel til fundna lausn í bláenda þessa tæplega átta mínútna lags þegar marserandi lúðrasveit hleypir því upp og gæðir nauðsynlegum blæbrigðum og stóraukinni vigt. Og annars hefðbundið gítardrifið rokklag eins og "Gong" er drifið upp á æðra plan með geggjuðum trommuleik Orra, kraftmiklum, frumlegum og karakterríkum; minnir mann á Sigtrygg Baldursson í sínu besta formi eða jafnvel Steve Jansen úr Japan, bróður Davids Sylvians. Þetta eru kristaltær dæmi um snilligáfu fjórmenninganna. Öll tónlist sem þeir skapa og senda frá sig hefur eitthvað við sig, eitthvað alveg sérstakt sem sker hana frá og hefur yfir nær alla aðra.


Þá er enn ógetið hugsanlega mestu snilldarinnar á plötunni, lokalagsins "Heysátan"; lítill og ljúfur lagstúfur sem lætur kannski lítið yfir sér en er hreint ótrúlega áhrifamikill, fallegur og haganlega saminn. Og þar kemur kannski skýrast í ljós hversu miklu máli textinn getur skipt, jafnvel þótt hann sé aðeins nokkur orð en þar syngur Jónsi af fádæma tilfinningaþrunga um gamlan bónda sem verður undir heysátu og kveður þennan heim, mettur; "...og sáttur halla nú höfði hér." "Tvímælalaust fallegasta lag sem samið hefur verið um vinnuslys," er lýsing Árna Matthíassonar á laginu og verður ekki orðuð betur. Þetta lag sker sig um margt frá öðrum á plötunni, hefur aðra byggingu, er lágstemmdara og að manni virðist í öðrum takti. Greinilegt skref í aðra átt, hugsanlega næsta skref hjá Sigur Rós, vísbending um það sem koma skal. Frumdrög að nýrri og einkar lofandi músíkrannsókn? Vonandi.


Það verður ekki hjá komist hjá að velta titli plötunnar fyrir sér, því hann felur í sér eðli Sigur Rósar-manna sem listamenn. Hæverska og auðmýkt er nefnilega þeirra höfuðdyggð, lotning fyrir þeirri gift sem þeim var gefin. Djúp og hrein virðing fyrir þeim sem nenna að hlusta og gefa þeim gaum. En örlæti þeirra sjálfra og framlag til íslenskrar tónlistar verður seint nægilega metið. Við erum nefnilega að tala um hljómsveit sem ber höfuð og herðar yfir allar aðrar sem fram á sjónarsviðið hafa komið í sögu íslenskrar tónlistar. Hljómsveit sem nú hefur sent frá sér þrjár af fimm bestu plötum íslenskrar rokksögu, algjör yfirburðaverk. Fyrir slíka gjöf er því lítið annað hægt að segja en takk sömuleiðis.


Skarphéðinn Guðmundsson

Feitletrun og skáletrun mín!!!!!

föstudagur, september 09, 2005

Busy helgi framundan...

a) M16 núna eftir vinnu

b) Matur og drykkur á Viktor í kvöld

c) Fótbolti á morgun

d) Karlakvöld annað kvöld

e) Sunnudagur = gífurleg þreyta

Úffffffff,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, september 08, 2005

Þjónusta...

Í gær fór ég í strætó heim úr vinnunni. Var á nokkurri hraðferð og leiðin S3 alveg að koma. Ég var hins vegar bara með 500 kr. seðil á mér, en almennt fargjald í dag er 220 kr.

Ég þurfti því að skipta peningnum.

Í strætó-sjoppunni hérna á Lækjartorginu var einn afgreiðslumaður og einn viðskiptavinur. Viðskiptavinurinn var að kaupa sér pulsu og kók. Þetta var menntaskóladrengur með hljóðfæri við hönd. Afslappaður. Næstum því nörd. Ég dæmi hann sem M.R.-ing.

Nema hvað...

Konan í sjoppunni er búin að gefa drengnum til baka og er að fara að mixa pulsuna. Við erum enn þrjú í sjoppunni. Sé ég þá minn strætó koma niður Hverfisgötuna og sé fram á að missa af vagninum ef ég get ekki skipt 500 kallinum. Ég segi því kurteisislega við konuna:
"Fyrirgefðu, gætirðu nokkuð skipt fyrir mig, strætóinn minn er að koma"

Konan hreytir í mig til baka:
"Sérðu ekki að ég er að afgreiða"

Ég hafði ekki áhuga að ræða frekar við þessa konu; þennan mennska viðbjóð!

Ég beið samt þolinmóður, og mér til mikillar lukku lenti strætóinn tvisvar á rauðu ljósi, ég skipti peningnum, stökk um borð, og við tók ofsa-akstur strætóbílstjórans.

_______________________________

Alltaf gaman af sturluðu fólki.

Kv,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, september 07, 2005

Tölur...

a) 3 vikur í San Francisco

b) 2 stiga hiti í Reykjavík í morgun

c) 8,9 eða 10 október er fyrirhugað að hafa Sigurrósar tónleika á Íslandi

Áfram Lakers
Áfram körfubolti
Áfram Karem Abdul-Jabbar

sunnudagur, september 04, 2005

Helgin sem var...

Föstudagur:
Eftir vinnu fórum við Harpa að passa Ónefndan Ómarsson. Hann hagaði sér vel og sýndi stillingu.
Borðuðum einnig Papinos pizzu. Ekkert spes pizzur, illa bakaðar og vantar metnað í matargerðina!

Horfði á myndina Hotel Rwanda.
Það er frábær mynd, en ekki stórkostleg.
Nr. 46 yfir bestu myndir allra tíma? Ég veit það ekki.....

Samt stórfenglegur leikur og Don Cheadle magnaður!

87/100 *

____________________________________

Laugardagur:
Vaknaði og fór í Smáralind; að mínu frumkvæði. Slíkt gerist ekki oft.
Keypti mér skyrtu og bindi í Retro.
Retro er líklegast uppáhaldsbúðin mín á Íslandi.

Svo fórum við í brúðkaup hjá Birnu (vinkonu Hörpu) og Andra.
Athöfnin var í Fríkirkjunni og veislan í heimahúsi.

Í veislunni rauf ég annars ágætt 5 vikna áfengisleysi.
Fékk mér nokkra bjóra ásamt Troels, Dananum knáa.
Hann er nemi í grafískri hönnun og er gífurlega snjall. Hann er t.d. tiltölulega nýfluttur til landsins en talar samt íslensku nokkuð vel. Slíkt er óalgengt meðal útlendinga.

Sjálfur tala ég ekki dönsku, þrátt fyrir að á CV-inu mínu standi að ég tali hana nokkuð vel!!!!!!!

____________________________________

Sunnudagur:
Sjónvarpsgláp, laugavegurinn og troðin IKEA.
Fakkkkkkkkk

Ég ætla að horfa á golf í kvöld.
Cammánnn Tiger..... get in the hole

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, september 01, 2005

Tilraun til guðlasts...

Er möguleiki, bara pínulítill möguleiki, að Takk sé betri en Ágætis Byrjun?

Ég er ekki beint að segja það, en ég er samt ekki frá því!

__________________________________________

Annars var ég að fá nýjan disk í hús:





















Sterk lög:
Jack on the move
Bomb detonates
Jack and Kim trying to reconnect

Kveðja,
Hagnaðurinn

Útsala Útsala Útsala

Bandaríkjadalur kostar núna eingöngu 61,6 krónur!!!!

Komið og gerið góð kaup,
Hagnaðurinn

Titill...

Fótbolti í gær.
Fótbolti í kvöld.

Leikur á sunnudag.
Leikur á sunnudag.