þriðjudagur, september 13, 2005

Í fréttum er þetta helst:

Arnór Gunnarsson, leikmaður TLC, fékk beint rautt spjald fyrir peysutog í knattspyrnuleik fyrr í kvöld.
Þetta var miðlungs-peysutog útá miðjum velli, snemma í fyrri hálfleik.

Í hálfleik gaf dómarinn upp þessa skýringu:
"Þetta átti ekkert skylt við knattspyrnu"

Þess má geta að dómarinn var rauðhærður.
Þess má einnig geta að TLC vann leikinn 2-1.
Þess má auk þess geta að ég klúðraði dauðafæri, tók boltann upp með höndum og sparkaði uppí rjáfur. Ég fékk ekki einu sinni tiltal.

Hvað er að gerast í utandeildinni???????