miðvikudagur, september 14, 2005

Rannsókn - Sigurrós:

Inngangur:
Í þjóðskrá er að finna 204 Sigurrósir.
Ég gerði rannsókn á því hvort mögulegur marktækur munur væri á fæddum Sigurrósum fæddum fyrir Ágætis Byrjun vs. fæddum eftir Ágætis Byrjun. Þið skiljið.

Viðmiðunarárið er þá 1999.

Niðurstöður:
Af 204 Sigurrósum er 17 fæddar eftir 1999.
Það er 8,33%
Það er það sama og 1/12

Í ljósi þessara og fleira tölfræðilegra athugana sem ég gerði er það niðurstaða mín að ekki hafa verið marktækt stökk í fjölda Sigurrósa á Íslandi eftir útgáfu Ágætis Byrjunar.

Auk þess er hvergi að finna merki þess að nokkur hafi verið skírður ( ) eftir útgáfu þeirrar frábæru plötu.
Einhverjir eru þó enn nafnlausir, eins og öll lögin á nafnlausu plötunni.
Enginn heitir þó 'Untitled'

Viðauki:
Af þessum 17 Sigurrósum búa einungis 3 í Reykjavík.
Það eru 17,6%
Reykvíkingar eru hins vegar mun hærra hlutfall af landsmönnum.
Það má því draga þá ályktun að þeir sem skíra börnin sín 'Sigurrós' séu sveitalúðar.

Til dæmis býr ein Sigurrós í Njarðvík.
Að auki býr ein í Svíþjóð.

Hagnaður - maður tækni, rannsókna og lifandi vísinda!