laugardagur, september 24, 2005

Inni eða úti?

Í gær varð ég mér úti um diskinn Back to Bedlam með James Blunt.

Svo þegar ég les Fréttablaðið í dag, þá er talað um að þessi diskur sé 'Úti' í 'Inni Úti' dálkinum.
Ég velti því fyrir mér: Var diskurinn enn 'inni' þegar ég fékk hann í gær, eða var hann þegar orðinn úti?

Annars verð ég að vera sammála Fréttablaðinu. Þetta er eiginlega bölvað væl fyrir einmana stúlkur. Að tala um Damien Rice í sömu setningu er hneyksli.

Damien góður maður.
Langt síðan maður hlustaði á hann.

En góðir hálsar.... ÞAÐ ER VIKA Í SIGURRÓS!!!!!

AAAAA TJÚÚÚÚÚÚ ÚÚÚÚÚÚÚÚ´

********************

Snúðar í ofninum.
Liverpool að byrja.
Sólin skín.

Morgunkveðja,
Hagnaðurinn