fimmtudagur, september 08, 2005

Þjónusta...

Í gær fór ég í strætó heim úr vinnunni. Var á nokkurri hraðferð og leiðin S3 alveg að koma. Ég var hins vegar bara með 500 kr. seðil á mér, en almennt fargjald í dag er 220 kr.

Ég þurfti því að skipta peningnum.

Í strætó-sjoppunni hérna á Lækjartorginu var einn afgreiðslumaður og einn viðskiptavinur. Viðskiptavinurinn var að kaupa sér pulsu og kók. Þetta var menntaskóladrengur með hljóðfæri við hönd. Afslappaður. Næstum því nörd. Ég dæmi hann sem M.R.-ing.

Nema hvað...

Konan í sjoppunni er búin að gefa drengnum til baka og er að fara að mixa pulsuna. Við erum enn þrjú í sjoppunni. Sé ég þá minn strætó koma niður Hverfisgötuna og sé fram á að missa af vagninum ef ég get ekki skipt 500 kallinum. Ég segi því kurteisislega við konuna:
"Fyrirgefðu, gætirðu nokkuð skipt fyrir mig, strætóinn minn er að koma"

Konan hreytir í mig til baka:
"Sérðu ekki að ég er að afgreiða"

Ég hafði ekki áhuga að ræða frekar við þessa konu; þennan mennska viðbjóð!

Ég beið samt þolinmóður, og mér til mikillar lukku lenti strætóinn tvisvar á rauðu ljósi, ég skipti peningnum, stökk um borð, og við tók ofsa-akstur strætóbílstjórans.

_______________________________

Alltaf gaman af sturluðu fólki.

Kv,
Hagnaðurinn