miðvikudagur, september 14, 2005

Um lífsgæðakapphlaupið

Hvað gerir þú við tímann?
Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn.
Ég sef fram eftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek"siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas ogleik á gítar með vinum mínum. ---

Ég get gefið þér góð ráð sagði Reykvíkingurinn.

Ég er ráðgjafi með MBA. Þú átt að veiða meira. Þáfærð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira.Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður þvíað selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, settupp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hérheldur getur flutt suður. ---

Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. -

Svona 20-25 ár. sagði ráðgjafinn
En hvað svo? spurði fiskimaðurinn. ---

Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag ogferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með marga milljarða.--
Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo?

Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítiðfiskiþorp, sefur fram eftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin,tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þérvínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!!