miðvikudagur, desember 31, 2003

Nú árið næstum liðið er.....

.... og tími til kominn að gera eitthvað af viti. Í kvöld verða engar sprengjur sprengdar. Nokkrir bjórar verða drukknir, og samkvæmt nýjustu talningu mun 30 lítra kútur deilast á 5 karlmenn. Það gerir 6 lítra á mann, eða 2 kippur af dósum.

Engin áramótaheit hafa verið sett fram af minni hálfu en gott er að hafa þetta í huga:

"For how long should you try? Until" - Jim Rohn.

Hagnaðurinn óskar landsmönnum öllum velfarnaðar, góðrar heilsu og umfram allt hagnaðar á komandi ári og árum.

"Don´t make a living. Make a fortune".

Slater,
Hagnaðurinn

sunnudagur, desember 28, 2003

Jólin 2003

Jæja, þá eru blessuð jólin búin þetta árið og hægt er að einbeita sér að öðrum hlutum. Þetta var markverðast þessi jólin (í engri sérstakri röð eftir mikilvægisleika):

*** Videogláp ***
Náði að horfa á nokkrar góðar myndir. Meðal annara eru Bruce Almáttugur, Amerískt Brúðkaup, Deyða Annan Dag, Báturinn, Hvernig á að tapa strák á 10 dögum og fleiri. Allt alveg þokkalegar hreyfimyndir.

*** Bókalestur ***
Er núna að vinna í því að lesa “Napóleonsskjölin” eftir Arnald. Fínn reyfari þar á ferð. Fer svo væntanlega næst í “Synir Duftsins” eftir Arnald. Svo á eftir því verðu hellt sér í “Stupid White Men” eftir Michael. Ég hlakka mikið til. Allt saman er þetta eðal – lesefni.

*** Matur ***
Mikið er búið að éta þessi jólin eins og svo oft áður. Var í Kleifarselinu á Aðfangadag. Fékk þá hamborgarhrygg. Hann var einstaklega góður þetta árið. Á Jóladag var ég heima hjá Hörpu. Var þá ýmislegt á boðsstólum. Mjög gott. Svo á Annan Dag Jóla (eða þriðja) fórum við í Kleifarselið í aðra veislu. Á milli þessara aðalrétta er búið að éta mikið af aukaréttum eins og kalkúnasamlokur og sælgæti. Allt hefur þetta áhrif á mittismálið.

*** Atvinna ***
Er búinn að vera hörkuduglegur í nýju vinnunni minni hjá Latabæ. Þar er hvergi slakað á og allt að verða vitlaust. Við hvað vinn ég þar? Jú, á þeim dögum sem ég hef verið þarna hef ég verið málari, sett saman húsgögn, bjargað fiskum frá drukknun, borið þunga hluti, búið til kapla, keyrt um allan bæinn og fleira. Mjög fjölbreytt starf þar á ferðinni.

Einnig hef ég tekið mig til að málað eins og einn vegg hér í Hagnaðarsetrinu. Kallið mig bara Thom Felicia.

*** Jólagjafir ***
Eins og áður gaf Hagnaðurinn jólagjafir og fékk jólagjafir. Þetta stóð uppúr í fengnum jólagjöfum: Nýr vínstandur, nýtt minni í tölvuna, diskar, hnífaparasett, bækur, ferð til NY, DVD spilari og fleira og fleira.

Þetta var helst,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, desember 24, 2003

Gleðilega hátíð allir saman...

Yðar,
Hagnaður

sunnudagur, desember 21, 2003

Einkunnir hafa borist í hús...

... reyndar bara úr tveimur áföngum af þremur....

Langar mig að rifja upp gamalt blogg frá því í ágúst við það tilefni:
Var að lesa hvernig einkunnirnar eru gefnar.... 7,25-8,99 er fyrsta einkunn.... 9,00-10,00 er ágætiseinkunn. Fínt að stefna á ágætiseinkunn og vona svo bara það besta. Gæti verið raunhæfur möguleiki en kannski ekki... kemur allt í ljós.

Ég er ekki hrifinn af því viðhorfi sem virðist ríkjandi hjá mörgun sem gangi í þennan skóla. Maður spyr kannski: "Hvernig gekk?"... og svarað sem maður fær er "... bara vel, féll bara í tveimur..." Fuss og svei segi ég.


Já, markið var sett hátt frá upphafi. Gekk það ekki alveg upp en ég er sáttur. Einkunnir verða birtar hér um leið og þær verða allar komnar.

New York í maí. Já, hver veit?
Hagnaðurinn
Innistæðulausar unglingsstúlkur...

... og Helgi Rafn datt úr Idolinu. Þetta er búinn að vera kostnaðarsamur mánuður fyrir unglingsstúlkur landsins, með jólagjafakaupum, jóladressum og fleiru og núna voru greinilega öll Frelsiskortin orðin tóm.

Æj æj Helgi. Töff lökk.

Sjálfur spáði ég því að Tinna Marína myndi detta út í gær. Hefði sú spá gengið eftir hefði ég fengið titilinn “Haukur Snær Hauksson. Spámaður” í símaskránna. En því miður hafði ég rangt fyrir mér.

En hér kemur ný spá, og það svokölluð langtímaspá. Hvað er í spilunum?

Fimm eru eftir: Anna Katrín, Halló-maðurinn, Tinna, Sjóarinn og Ardís.
Í næsta þætti dettur Halló maðurinn út. Kettir hafa níu líf, en ég held hann hafi bara þrjú.
Því næst dettur Tinna Marína út. Hún er bara ekki alveg að gera það.
Þá eru þrír eftir og Anna Katrín ætti að sigla nokkuð auðveldlega í gegnum þetta. En það er svo framarlega að hún fari ekki að grenja í miðjum þætti.

Spámaður í eigin föðurlandi?
Hagnaðurinn

þriðjudagur, desember 16, 2003

Prófum lokið...

... ég veit fátt meira hressandi en að klára próf. Svo er annað mál hvernig einkunnirnar verða. Ég á þó von á þokkalegum niðurstöðum.

Nú tekur við gláp á 24.

Hagnaðurinn

mánudagur, desember 15, 2003

Hef eytt síðustu dögum í að læra...

... framundan er próf dauðans í Eignastýringu og Verðlagningu á morgun. Fascinating.

Svo er bara vinna og læti og gaman gaman og skipuleggja og bla bla bla.

Lord of the Rings á fimmtudag. Gæti orðið hressandi.

Hef engan tíma í svona vitleysu.

Later,
Hagnaðurinn

föstudagur, desember 12, 2003

Ekki verður tekið við úrlausnum sem berast eftir klukkan 10....

Með þessi orð í huga fór ég að sofa í gær, eða réttara sagt mjög seint í nótt. Ég var í heimaprófi og þurfti að semja 3 ritgerðir um einhver fascinating efni. Þetta var lengsti dagur lífs míns.

Klukkan 10 í morgun hafði ég ekki enn skilað af mér. Samt var ég fyrir löngu búinn með þetta. Þvílíkt panik hér á Hagnaðarsetrinu. Hringdi í kennarann og fékk undanþága. Þessi kennari er góður maður.

Ritgerðirnar áttu að vera frumlegar og hnitmiðaðar, en jafnframt átti lengdin á þessu að vera 12 bls. Ef ég hefði ætlað að vera frumlegur, þá hefði heildarlengdin kannski verið 3 bls. Ég neyddist því til að vera einstaklega ófrumlegur og óhnitmiðaður. En lengdin var fín og þetta lúkkaði vel. Ég held það fleyti mér langt vegna þess að ...

... alls eru 60 manns í þessu námskeiði og því þarf kennarinn alls að fara yfir 60*12 bls = 720 bls. Hver nennir því? Sama runan aftur og aftur. Ég er því að vonast til að kennarinn beiti einhvers konar skönnunartækni og sjái ekki í gegnum ófrumlegheitin.

En það er önnur saga.

Tvö próf búin, eitt eftir.
Það er jafnframt það erfiðasta.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, desember 11, 2003

“This is the longest day of my life”
- Jack Bauer

miðvikudagur, desember 10, 2003

Hressandi að blogga smá kl. 3 að nóttu...

Ég er smám saman að snúa sólarhringnum við. Það er bæði gott og slæmt. Mér finnst alveg ágætt að læra eftir miðnætti. Meiri friður allavega.

Ég fékk áðan í hendurnar nýjustu seríuna af háspennuþáttunum 24, þ.e. seríu númer 2. Ég var nánast froðufellandi af spenningi. Er núna búinn að horfa á fyrsta þáttinn. Get varla beðið eftir restinni. Vill ég þakka Birgi Sverrissyni kærlega fyrir.

Lakers – New York í nótt. Eins gott að þeir Lakers vinni þetta. Nenni nefnilega ekki að hafa Ox hérna rífandi kjaft. Nóg er það nú fyrir.

Queer Eye for the Straight Guy er eitt það besta í sjónvarpinu í dag. Kyan er minn uppáhalds. Hvað hann getur haft mikinn áhuga á hári og húð er aðdáunarvert. Svo er Carson Kressley líka skemmtilegur.

En hvað var með Dawson á mánudaginn. Enginn þáttur!!! Andskotinn. Bara eitthvað helvítis Írafár viðbjóður. Fascinating.

Hagnaðurinn

mánudagur, desember 08, 2003

Ný vika og ný tækifæri...

... fyrst lítillega af helginni. Fór í síðbúið Þakkargjörðarpartý á laugardaginn. Það var með eindæmum hressandi. Humarsúpa, kalkúnn og sykursprengja í eftirrétt. Flestir supu svo áfengi í eftir- eftirrétt. En ekki Hagnaðurinn í þetta skiptið. Nú er lærdómum málið.

... hvað er mikilvægara en að finna áhættulausa högnunarmöguleika (e. arbitrage). Veit það hreinlega ekki.

Fjárfesti svo í tveimur bókum áðan hjá Griffli. Þetta eru bækurnar “Napólenonsskjölin” og “Synir Duftsins”. Báðar eftir Arnald Indriða. Ég hlakka til að lesa þetta um jólin ef....

... ég hef einhvern tíma. Það er nefnilega að hlaupa svakalegur Palli í mig. Var líklega að fá vinnu yfir jólin og eitthvað fram í jan. Hagnaður þar á ferð. Meðal annars vinna á aðfangadag, og annan í jólum. Meira um það síðar.

Fjárfesti líka í gær. Þvílíkar fjárfestingar þessa dagana hjá Hagnaðinum.

Keypti eftirfarandi DVD diska af Amazon:
1) Coldplay – Nýi tónleikadiskurinn.
2) U2 – Live at the Slane Castle
3) John Lennon – The Videos
4) Oasis – Familiar to Millions
5) Justin Timberlake – Einhver viðbjóður.

Fínt að eiga svona drasl fyrir partý. Virkar jafn fyrir kellingar sem karla. Nema kannski viðbjóðurinn.

Gott í bili,
Hagnaðurin

laugardagur, desember 06, 2003

Idol...

... ég sagði áður en Anna Katrín söng í gær að ég væri tilbúinn að leggja undir peninga að hún myndi vinna þetta. Allir þögðu hér að Hagnaðarsetrinu.

Eftir hennar performance var enginn tilbúinn að leggja undir á móti mér. Ég er stórkostlegur spámaður, það vita þeir sem mig þekkja.

Dæmi 1:
Tyrkland vinnur Eurovision.
Dæmi 2:
Liverpool fá víti og klúðra en vítið verður endurtekið.
Dæmi 3:
Allar vítaspyrnur.

Read my lips, no new taxes.
Hagnaðurinn

föstudagur, desember 05, 2003

Eitt búið tvö eftir...

... var að klára mitt fyrsta próf sem gekk bara ágætlega. Soldið erfitt að segja sko.

Vonast samt eftir að enda með 8 í þessu fagi. Hvort það séu vonbrigði skal ósagt látið. Stundum spennir maður bogann einfaldlega of hátt.

En það er samt betra að stefna á 9, og fá 8 og vera pínu fúll, heldur en að stefna á að ná og fá 6 og vera himinlifandi. Ég hef aldrei náð þeim hugsunarhætti.

Spennti reyndar bogann full hátt um daginn. Þannig var að það var íþróttamót milli mín og Gráu Eldingarinnar. Ég ætlaði að rústa honum. Það gekk ekki alveg eftir. Hann vann mig naumlega í pílu og keilu, og er engu um að kenna nema spillingu og samsæri.

Jæja, farinn að horfa á Harry Potter.

Slater,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, desember 03, 2003

Tuttugu og Fjórir....

... jæja, þá er maraþonið búið sem hófst um helgina. Er núna búinn að horfa á alla 24 þættina af 24.

Og ég verð bara að segja að þessir þættir eru alger snilld. Þvílík spenna, þvílíkar fléttur. Ef þið misstuð af þessu í sjónvarpinu, þá er málið að drulla sér útá leigu að taka þessa þætti. Þetta er betra en bestu bíómyndir.

96/100*

Jack Bauer er nýja hetjan mín.
Hagnaðurinn
Mér leiðist ....

.... að læra undir próf sem er ekki hægt að læra undir. Ég geri það nú samt. Málið er að við fáum prófið ekki fyrr en í fyrramálið. Það þýðir í rauninni að morgundagurinn verður langur.

Ætli Langur viti að morgundagurinn verði hann?

Hagnaðurinn
Gott ráð...

... þegar þið farið útí sjoppu í einu af betri hverfum borgarinnar (Seljahverfi og fleiri) þá er fólk oft beðið um að kaupa sígarettur fyrir fólk undir sígarettualdri. Algengt svar við þeirri spurningu er “nei”.

Betra er að segja: “Nei, ég reyki ekki”. Bara nei kallar á “gerðu það”.

En “nei ég reyki ekki” kallar á Smúl. Á meðan fólk er enn að melta skilaboðin ertu kominn inní sjoppuna og getur gert það sem þig langar til.

Þetta var gott ráð,
Hagnaðurinn

mánudagur, desember 01, 2003

Ég átti einu sinni Sagem síma...

... það var minn fyrsti GSM sími. Hann er ekki til umfjöllunar hér, enda slæmur sími þar á ferð.

Hins vegar fór ég á tónleika í gær með Bjarna Þór (Stiftamtmanni) og Ólafi Þórissyni. Megas var að spila, já og Súkkat.

MEGAS ER SAGEM AFTURÁBAK.

... Ég veit ekki hvort þetta hafi verið tilviljun eða örlög en á Gaukinn var ég mættur.

RÁÐ:
Mætið snemma á tónleika, farið upp og spilið eina skák og laumið ykkur svo niður stigann þegar tónleikarnir hefjast. Hreinn Hagnaður.

Ég var samt með boðsmiða. Verðlausa boðsmiða.

Að tónleikunum:
Þetta voru mínir fyrstu tónleikar með Meistaranum. Voru þeir í flesta staði eins og ég átti von á. Skilst reyndar að Megas hafi verið einstaklega hress og skýr í gær. Ég skildi samt ekki orð. Einnig þótti athyglivert að Megas spilaði aðeins á gítarinn stöku sinnum. En fínasta skemmtun.

Lexía kvöldsins:
Klósettin þarna voru frekar ógeðsleg. Ákvað ég því að fara á fatlaða klósettið, að ráðum Ólafs. Eftir 24 sekúndna bunu og handþvott ætlaði ég út, en nei. Hagnaðurinn var læstur inná fatlaða klósettinu. Strákarnir svöruðu ekki símanum. Ég var í stórkostlegum vandræðum. En loksins svaraði Óli símanum og fór hann að ná í hjálp. En einmitt þegar hjálpin var á leiðinni tók Hagnaðurinn sig til og sparkaði upp hurðina, ala Clint John Wayne. Ég var hólpinn.

Þessir sunnudagar,
Hagnaðurinn