föstudagur, desember 05, 2003

Eitt búið tvö eftir...

... var að klára mitt fyrsta próf sem gekk bara ágætlega. Soldið erfitt að segja sko.

Vonast samt eftir að enda með 8 í þessu fagi. Hvort það séu vonbrigði skal ósagt látið. Stundum spennir maður bogann einfaldlega of hátt.

En það er samt betra að stefna á 9, og fá 8 og vera pínu fúll, heldur en að stefna á að ná og fá 6 og vera himinlifandi. Ég hef aldrei náð þeim hugsunarhætti.

Spennti reyndar bogann full hátt um daginn. Þannig var að það var íþróttamót milli mín og Gráu Eldingarinnar. Ég ætlaði að rústa honum. Það gekk ekki alveg eftir. Hann vann mig naumlega í pílu og keilu, og er engu um að kenna nema spillingu og samsæri.

Jæja, farinn að horfa á Harry Potter.

Slater,
Hagnaðurinn