föstudagur, desember 12, 2003

Ekki verður tekið við úrlausnum sem berast eftir klukkan 10....

Með þessi orð í huga fór ég að sofa í gær, eða réttara sagt mjög seint í nótt. Ég var í heimaprófi og þurfti að semja 3 ritgerðir um einhver fascinating efni. Þetta var lengsti dagur lífs míns.

Klukkan 10 í morgun hafði ég ekki enn skilað af mér. Samt var ég fyrir löngu búinn með þetta. Þvílíkt panik hér á Hagnaðarsetrinu. Hringdi í kennarann og fékk undanþága. Þessi kennari er góður maður.

Ritgerðirnar áttu að vera frumlegar og hnitmiðaðar, en jafnframt átti lengdin á þessu að vera 12 bls. Ef ég hefði ætlað að vera frumlegur, þá hefði heildarlengdin kannski verið 3 bls. Ég neyddist því til að vera einstaklega ófrumlegur og óhnitmiðaður. En lengdin var fín og þetta lúkkaði vel. Ég held það fleyti mér langt vegna þess að ...

... alls eru 60 manns í þessu námskeiði og því þarf kennarinn alls að fara yfir 60*12 bls = 720 bls. Hver nennir því? Sama runan aftur og aftur. Ég er því að vonast til að kennarinn beiti einhvers konar skönnunartækni og sjái ekki í gegnum ófrumlegheitin.

En það er önnur saga.

Tvö próf búin, eitt eftir.
Það er jafnframt það erfiðasta.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn