mánudagur, desember 01, 2003

Ég átti einu sinni Sagem síma...

... það var minn fyrsti GSM sími. Hann er ekki til umfjöllunar hér, enda slæmur sími þar á ferð.

Hins vegar fór ég á tónleika í gær með Bjarna Þór (Stiftamtmanni) og Ólafi Þórissyni. Megas var að spila, já og Súkkat.

MEGAS ER SAGEM AFTURÁBAK.

... Ég veit ekki hvort þetta hafi verið tilviljun eða örlög en á Gaukinn var ég mættur.

RÁÐ:
Mætið snemma á tónleika, farið upp og spilið eina skák og laumið ykkur svo niður stigann þegar tónleikarnir hefjast. Hreinn Hagnaður.

Ég var samt með boðsmiða. Verðlausa boðsmiða.

Að tónleikunum:
Þetta voru mínir fyrstu tónleikar með Meistaranum. Voru þeir í flesta staði eins og ég átti von á. Skilst reyndar að Megas hafi verið einstaklega hress og skýr í gær. Ég skildi samt ekki orð. Einnig þótti athyglivert að Megas spilaði aðeins á gítarinn stöku sinnum. En fínasta skemmtun.

Lexía kvöldsins:
Klósettin þarna voru frekar ógeðsleg. Ákvað ég því að fara á fatlaða klósettið, að ráðum Ólafs. Eftir 24 sekúndna bunu og handþvott ætlaði ég út, en nei. Hagnaðurinn var læstur inná fatlaða klósettinu. Strákarnir svöruðu ekki símanum. Ég var í stórkostlegum vandræðum. En loksins svaraði Óli símanum og fór hann að ná í hjálp. En einmitt þegar hjálpin var á leiðinni tók Hagnaðurinn sig til og sparkaði upp hurðina, ala Clint John Wayne. Ég var hólpinn.

Þessir sunnudagar,
Hagnaðurinn