miðvikudagur, desember 03, 2003

Gott ráð...

... þegar þið farið útí sjoppu í einu af betri hverfum borgarinnar (Seljahverfi og fleiri) þá er fólk oft beðið um að kaupa sígarettur fyrir fólk undir sígarettualdri. Algengt svar við þeirri spurningu er “nei”.

Betra er að segja: “Nei, ég reyki ekki”. Bara nei kallar á “gerðu það”.

En “nei ég reyki ekki” kallar á Smúl. Á meðan fólk er enn að melta skilaboðin ertu kominn inní sjoppuna og getur gert það sem þig langar til.

Þetta var gott ráð,
Hagnaðurinn