sunnudagur, desember 21, 2003

Einkunnir hafa borist í hús...

... reyndar bara úr tveimur áföngum af þremur....

Langar mig að rifja upp gamalt blogg frá því í ágúst við það tilefni:
Var að lesa hvernig einkunnirnar eru gefnar.... 7,25-8,99 er fyrsta einkunn.... 9,00-10,00 er ágætiseinkunn. Fínt að stefna á ágætiseinkunn og vona svo bara það besta. Gæti verið raunhæfur möguleiki en kannski ekki... kemur allt í ljós.

Ég er ekki hrifinn af því viðhorfi sem virðist ríkjandi hjá mörgun sem gangi í þennan skóla. Maður spyr kannski: "Hvernig gekk?"... og svarað sem maður fær er "... bara vel, féll bara í tveimur..." Fuss og svei segi ég.


Já, markið var sett hátt frá upphafi. Gekk það ekki alveg upp en ég er sáttur. Einkunnir verða birtar hér um leið og þær verða allar komnar.

New York í maí. Já, hver veit?
Hagnaðurinn