miðvikudagur, desember 10, 2003

Hressandi að blogga smá kl. 3 að nóttu...

Ég er smám saman að snúa sólarhringnum við. Það er bæði gott og slæmt. Mér finnst alveg ágætt að læra eftir miðnætti. Meiri friður allavega.

Ég fékk áðan í hendurnar nýjustu seríuna af háspennuþáttunum 24, þ.e. seríu númer 2. Ég var nánast froðufellandi af spenningi. Er núna búinn að horfa á fyrsta þáttinn. Get varla beðið eftir restinni. Vill ég þakka Birgi Sverrissyni kærlega fyrir.

Lakers – New York í nótt. Eins gott að þeir Lakers vinni þetta. Nenni nefnilega ekki að hafa Ox hérna rífandi kjaft. Nóg er það nú fyrir.

Queer Eye for the Straight Guy er eitt það besta í sjónvarpinu í dag. Kyan er minn uppáhalds. Hvað hann getur haft mikinn áhuga á hári og húð er aðdáunarvert. Svo er Carson Kressley líka skemmtilegur.

En hvað var með Dawson á mánudaginn. Enginn þáttur!!! Andskotinn. Bara eitthvað helvítis Írafár viðbjóður. Fascinating.

Hagnaðurinn