mánudagur, desember 08, 2003

Ný vika og ný tækifæri...

... fyrst lítillega af helginni. Fór í síðbúið Þakkargjörðarpartý á laugardaginn. Það var með eindæmum hressandi. Humarsúpa, kalkúnn og sykursprengja í eftirrétt. Flestir supu svo áfengi í eftir- eftirrétt. En ekki Hagnaðurinn í þetta skiptið. Nú er lærdómum málið.

... hvað er mikilvægara en að finna áhættulausa högnunarmöguleika (e. arbitrage). Veit það hreinlega ekki.

Fjárfesti svo í tveimur bókum áðan hjá Griffli. Þetta eru bækurnar “Napólenonsskjölin” og “Synir Duftsins”. Báðar eftir Arnald Indriða. Ég hlakka til að lesa þetta um jólin ef....

... ég hef einhvern tíma. Það er nefnilega að hlaupa svakalegur Palli í mig. Var líklega að fá vinnu yfir jólin og eitthvað fram í jan. Hagnaður þar á ferð. Meðal annars vinna á aðfangadag, og annan í jólum. Meira um það síðar.

Fjárfesti líka í gær. Þvílíkar fjárfestingar þessa dagana hjá Hagnaðinum.

Keypti eftirfarandi DVD diska af Amazon:
1) Coldplay – Nýi tónleikadiskurinn.
2) U2 – Live at the Slane Castle
3) John Lennon – The Videos
4) Oasis – Familiar to Millions
5) Justin Timberlake – Einhver viðbjóður.

Fínt að eiga svona drasl fyrir partý. Virkar jafn fyrir kellingar sem karla. Nema kannski viðbjóðurinn.

Gott í bili,
Hagnaðurin