Jólin 2003
Jæja, þá eru blessuð jólin búin þetta árið og hægt er að einbeita sér að öðrum hlutum. Þetta var markverðast þessi jólin (í engri sérstakri röð eftir mikilvægisleika):
*** Videogláp ***
Náði að horfa á nokkrar góðar myndir. Meðal annara eru Bruce Almáttugur, Amerískt Brúðkaup, Deyða Annan Dag, Báturinn, Hvernig á að tapa strák á 10 dögum og fleiri. Allt alveg þokkalegar hreyfimyndir.
*** Bókalestur ***
Er núna að vinna í því að lesa “Napóleonsskjölin” eftir Arnald. Fínn reyfari þar á ferð. Fer svo væntanlega næst í “Synir Duftsins” eftir Arnald. Svo á eftir því verðu hellt sér í “Stupid White Men” eftir Michael. Ég hlakka mikið til. Allt saman er þetta eðal – lesefni.
*** Matur ***
Mikið er búið að éta þessi jólin eins og svo oft áður. Var í Kleifarselinu á Aðfangadag. Fékk þá hamborgarhrygg. Hann var einstaklega góður þetta árið. Á Jóladag var ég heima hjá Hörpu. Var þá ýmislegt á boðsstólum. Mjög gott. Svo á Annan Dag Jóla (eða þriðja) fórum við í Kleifarselið í aðra veislu. Á milli þessara aðalrétta er búið að éta mikið af aukaréttum eins og kalkúnasamlokur og sælgæti. Allt hefur þetta áhrif á mittismálið.
*** Atvinna ***
Er búinn að vera hörkuduglegur í nýju vinnunni minni hjá Latabæ. Þar er hvergi slakað á og allt að verða vitlaust. Við hvað vinn ég þar? Jú, á þeim dögum sem ég hef verið þarna hef ég verið málari, sett saman húsgögn, bjargað fiskum frá drukknun, borið þunga hluti, búið til kapla, keyrt um allan bæinn og fleira. Mjög fjölbreytt starf þar á ferðinni.
Einnig hef ég tekið mig til að málað eins og einn vegg hér í Hagnaðarsetrinu. Kallið mig bara Thom Felicia.
*** Jólagjafir ***
Eins og áður gaf Hagnaðurinn jólagjafir og fékk jólagjafir. Þetta stóð uppúr í fengnum jólagjöfum: Nýr vínstandur, nýtt minni í tölvuna, diskar, hnífaparasett, bækur, ferð til NY, DVD spilari og fleira og fleira.
Þetta var helst,
Hagnaðurinn
Jæja, þá eru blessuð jólin búin þetta árið og hægt er að einbeita sér að öðrum hlutum. Þetta var markverðast þessi jólin (í engri sérstakri röð eftir mikilvægisleika):
*** Videogláp ***
Náði að horfa á nokkrar góðar myndir. Meðal annara eru Bruce Almáttugur, Amerískt Brúðkaup, Deyða Annan Dag, Báturinn, Hvernig á að tapa strák á 10 dögum og fleiri. Allt alveg þokkalegar hreyfimyndir.
*** Bókalestur ***
Er núna að vinna í því að lesa “Napóleonsskjölin” eftir Arnald. Fínn reyfari þar á ferð. Fer svo væntanlega næst í “Synir Duftsins” eftir Arnald. Svo á eftir því verðu hellt sér í “Stupid White Men” eftir Michael. Ég hlakka mikið til. Allt saman er þetta eðal – lesefni.
*** Matur ***
Mikið er búið að éta þessi jólin eins og svo oft áður. Var í Kleifarselinu á Aðfangadag. Fékk þá hamborgarhrygg. Hann var einstaklega góður þetta árið. Á Jóladag var ég heima hjá Hörpu. Var þá ýmislegt á boðsstólum. Mjög gott. Svo á Annan Dag Jóla (eða þriðja) fórum við í Kleifarselið í aðra veislu. Á milli þessara aðalrétta er búið að éta mikið af aukaréttum eins og kalkúnasamlokur og sælgæti. Allt hefur þetta áhrif á mittismálið.
*** Atvinna ***
Er búinn að vera hörkuduglegur í nýju vinnunni minni hjá Latabæ. Þar er hvergi slakað á og allt að verða vitlaust. Við hvað vinn ég þar? Jú, á þeim dögum sem ég hef verið þarna hef ég verið málari, sett saman húsgögn, bjargað fiskum frá drukknun, borið þunga hluti, búið til kapla, keyrt um allan bæinn og fleira. Mjög fjölbreytt starf þar á ferðinni.
Einnig hef ég tekið mig til að málað eins og einn vegg hér í Hagnaðarsetrinu. Kallið mig bara Thom Felicia.
*** Jólagjafir ***
Eins og áður gaf Hagnaðurinn jólagjafir og fékk jólagjafir. Þetta stóð uppúr í fengnum jólagjöfum: Nýr vínstandur, nýtt minni í tölvuna, diskar, hnífaparasett, bækur, ferð til NY, DVD spilari og fleira og fleira.
Þetta var helst,
Hagnaðurinn
<< Home