sunnudagur, desember 21, 2003

Innistæðulausar unglingsstúlkur...

... og Helgi Rafn datt úr Idolinu. Þetta er búinn að vera kostnaðarsamur mánuður fyrir unglingsstúlkur landsins, með jólagjafakaupum, jóladressum og fleiru og núna voru greinilega öll Frelsiskortin orðin tóm.

Æj æj Helgi. Töff lökk.

Sjálfur spáði ég því að Tinna Marína myndi detta út í gær. Hefði sú spá gengið eftir hefði ég fengið titilinn “Haukur Snær Hauksson. Spámaður” í símaskránna. En því miður hafði ég rangt fyrir mér.

En hér kemur ný spá, og það svokölluð langtímaspá. Hvað er í spilunum?

Fimm eru eftir: Anna Katrín, Halló-maðurinn, Tinna, Sjóarinn og Ardís.
Í næsta þætti dettur Halló maðurinn út. Kettir hafa níu líf, en ég held hann hafi bara þrjú.
Því næst dettur Tinna Marína út. Hún er bara ekki alveg að gera það.
Þá eru þrír eftir og Anna Katrín ætti að sigla nokkuð auðveldlega í gegnum þetta. En það er svo framarlega að hún fari ekki að grenja í miðjum þætti.

Spámaður í eigin föðurlandi?
Hagnaðurinn