laugardagur, maí 31, 2003

Golf og allt að gerast að venju

Eftir erfiða baráttu við veikindi og matareitrun fór Hagnaðurinn ásamt Birgi Sverrissyni í golf. Spilað var að Flúðum. Það er útí sveit fyrir þá sem ekki vita. Það var töluverð tilhlökkun að spila á þessum 18 holu velli og veðrið var með ágætum. Þá var eilítil gola, jafnvel kaldi, fór svo uppí stinningskalda í kviðum.

Hvað um það. Eins og svo oft var ég með yfirlýsingar fyrir þessa golfferð. Ég ætlaði að vinna og spila á 80 höggum. Hafði kannski ofmetnast dáldið eftir vasklega framgöngu vikuna áður á Bakkakotsvelli. Jafnt var að loknum 9 holum. Báðir spilarar höfðu notað 41 högg. ‘Það verða gæði og spenna á seinni níu. Aðallega gæði, því ég ætla að rústa þér’ sagði ég við þessi tímamót. Gekk samt ekki alveg eftir og voru notuð soldið fleiri högg á seinni 9, en til að gera langa sögu stutta þá bar ég sigurorð af Birgi með 2 höggum og standa leikar okkar nú 1-1.

Þá er endanlega búið að flauta Danmerkur-ferð af. Flaut flaut. Harpa mun skrá sig í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands. Við þessi tímamót var ákveðið að panta sér ferð til Spánar. Já, hér gerast hlutirnir hratt. Farið verður til einhverrar strandar nálægt Benidorm. Gist verður á einhverju svaka flottu hóteli. Gæti orðið gaman. Já, maður er hnakki.

Hagnaðurinn
Á að lögleiða kannabisefni?

Ég veit það ekki. En þessi. Alltaf gaman að góðum rökum. Rökum.

Viðar fékk einu sinni raflost. Hann er einnig óvirkur bloggari.

Hagn.

föstudagur, maí 30, 2003

Vá hvað ég er duglegur.

Ég skráði mig í Meistaranám í Hagfræði í Háskóla Íslands í dag. Geri aðrir betur. Þetta var síðasti umsóknardagurinn og mátti ekki miklu munu. Ég segi við þessi merku tímamót: 'Hver er að hugsa hagfræði?' Þeir skilja sem vilja.

Hagnaðurinn
Haukur
Þú ert... Haukur umbi... alltaf
tilbúinn að plögga einhverju
til að koma Tríóinu á
framfæri... og já..
þúvirðist stundum halda að
þú sért gamalmenni...


Hvada Triomedlimur ert tu?
brought to you by Quizilla
Mér hafa borist 2 nýjar vísur. Þær eru svohljóðandi.

Haukur ei til Köben fer
Hvorki nú né í September
Mun hann því á Fróni vera
Væntanlega nóg að gera


Verður hann enn hjá Kastró
Eða fær hann vinnu á Astró
Gæti farið í nám í HR
En aldrei færi hann í KR


Já, það er dýrt kveðið og dýrara með hverjum deginum. Hver semur svona? Ég vill gjarnan vita það.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, maí 29, 2003

Hver er að hugsa hagfræði?

Með æluna í hálsinum og niðurganginn í hringvöðvanum dreif ég mig niður á spítala í hádeginu í dag. Hvílíkur hressleiki á frídegi.
Forsaga málsins er eftirfarandi: Þriðjudaginn síðasta fór ég að skúra um kvöldið eins og lög gera ráð fyrir. Eftir það var ég svangur og fór á Thai, sem er veitingastaður í bláu húsunum í Faxafeni. Þarf hef ég verið fastagestur í mörg ár og alltaf fengið mér sama réttinn; núðlur með kjúklingi. En þetta umrædda kvöld var þessi réttur eitthvað skrítinn og bragðaðist bara eins og salt eða einhver vibbi, en ég var svangur og kláraði helvítið. Það voru mistök.

Í gær, miðvikudag var ég með niðurgang frá helvíti. Nei, röng túlkun. Ég meig með rassgatinu í gær. Það hljómar betur. Þvílíkur og annar eins viðbjóður. Auk þess voru rokktónleikar í maganum á mér, og þá er ég ekkert að tala um neitt píkurokk. Þetta voru bara System of a Down meets Korn. Trommusólu og garg.

En allavega, þá fór ég uppá spítala áðan. Fór í blóðprufu, fékk 2 lítra af vatni í æð, gaf saursýni og annað svona skemmtilegt. Afar hressandi að vera þarna í 3 tíma. Niðurstöður er væntanlegar innan 3 daga ‘þegar búið er að rækta saurinn’ svo ég vitni í einhvern doktor. Ég læt ykkur vita.

Og að lokum: Viðskiptabann á alla asíska veitingastaði landsins.... og Hard Rock.

Hagnaðurinn

þriðjudagur, maí 27, 2003

Bloh bloh bloh

Nú bullar og sýður á Hagnaðinum. Var að fá bréf frá Copenhagen Business School í dag og það er ekkert Denmark, Ingimar Stenmark. Fékk fokking synjun frá skólanum. ‘Turn frustration into fascination’. Gott að minna sig á þessu fleygu orð núna.

Ástæða synjunar: “... you are lacking in the fields of: Marketing (10 ECTS credits) in order to qualify for the cand.merc.-program.” Hvað andskotans rugl er þetta? Ég var á Finance braut útí USA og er að sækja um á Finance braut í Danmörku. Þá þarf marketing smarketing að stoppa umsóknina. Sumt skil ég ekki og get eiginlega ekkert gert því “the admissions councils decision is final”.

Er núna að skoða nám hérna heima. Líklegast núna er Mastersnám í Hagfræði í HÍ. Ég vill samt eiginlega forðast HÍ eins og heitan eldinn. Kannski ég láti mig hafa það frekar en að bera spýtur annan vetur.

Yfir í léttara efni. Fékk þessa vísu senda í SMS í dag. Veit ekki hver samdi hana.

Með rauða lokka
En engan þokka
Í gömlum fötum
Öll útí götum
Eru einu launin
Að vera kallaður Baunin


Veit ekki hvort er meira bull, þessi vísa eða bréfið frá CBS. En allavega, ástandið gæti verið verra. Be fascinated.

Hagnaðurinn

mánudagur, maí 26, 2003

Segðu mér allt, segðu mér eitt

... þegar þú ert að blogga, skrifarðu þá það sem þú ætlar að pósta fyrst í ritvinnsluforriti og copyar svo inni blogger draslið? Ég geri það nefnilega og var bara að velta fyrir mér hvort aðrir geri það líka. Mér finnst það miklu betra því blogger á það til að klikka, og þegar það gerist (gerðist) varð ég alveg brjál. En ég geri ekki sömu mistökin aftur. O nei, ekki Hagnaðrinn.

... Daníel T, Júróvísjón fari með meiru, kom með nýja viðskiptahugmynd í gær. Hann ætlar að fara að markaðsetja ‘hársbreidd’. Frábær hugmynd hjá stráksa og til fyrirmyndar. Það vantar nefnilega oft aðeins hársbreidd uppá að eitthvað gerist. Það verður gaman að fylgjast með kallinum í framtíðinni. Hann á eftir að gera það gott.

... Fór á knattleik í gær með mínum gömul félögum. Leiðinlegur leikur. Vondur dómari. Lagi úrslit. Lítið annað að segja. Beygja.

... Nýi MSN-inn er flottur. Eitthvað er fólk að tala um að það sé ekki hægt að ná í hann lengur. En ég gat það nú. Tjekkið á þessu. Múha

... Tók ákvörðun í gær að hætta að neyta munntóbaks. Ákvörðun sú var tekin á félagslegum grundvelli. Má sko fá mér þegar það er skrall. Á enn eftir að skilgreina orðið skrall. Kemur í ljós.

... og í lokin smá fyrir þá sem hafa áhuga á Lakers. Ég hef viðrað þær skoðanir mínar að Lakers eigi að reyna að skipta á Shaq og Kevin Garnett. Hérna eru einhverjir sem virðast vera sammála mér.

Hagnaðurinn/CEO kveður

sunnudagur, maí 25, 2003

Hmmmm

Það er ekki gaman að vakna þunnari en Manute Bol og fara í Smáralind. En ég fékk því miður að kynnast því í dag. Það er eins og það sé eins sjálfsagt að fara í Smáralind um helgar og að borða kvöldmat. Alltaf farið í sömu fokking búðirnar; Zara, Hagkaup, Vera Moda og eitthvað svona bull. Ég enda alltaf bara á því að rölta yfir í BT eða Skífuna. Hvað er ég að röfla? Shit hvað ég er leiðinlegur. Hef samt rétt á því vegna þess að ég er að fara að skúra og það er helvíti á jörðu. Svo Fram-KR í kvöld.

Annars er gaman hvernig Tyrkirnir unnu í gær. Hafði ég þar rétt fyrir mér eins og stundum áður. Slembilukka segja sumir. Getspeki segi ég.

Það stendur hérna fyrir neðan poseurs . Endilega klikkið á linkinn og látið ljós ykkar skína.

Hagnaðurinn kveður
Hvort er betra?
Þynnkuborgarinn
Þynnkuskíturinn

föstudagur, maí 23, 2003

Múha Múha Múha

Nú er gaman og Hagnaðurinn í s-inu sínu. Var að koma úr golfi. Fór í Bakkakot í Mosfellsdal ásamt Birgi Sverrissyni, oft kallaður Bak-maðurinn. Það var gaman. Fórum klukkan 19:00 svo þetta var eins konar nörragolf á föstudagskvöldi.

Spilaðar voru 18 holur og það er skemmst frá því að segja að aldrei hef ég spilað betur hér á klakanum né annars staðar. Byrjaði reyndar að spila eins og ég er vanur, og fór fyrri 9 á 49 höggum, en svo kom ég sterkur inn á seinni 9 og spilaði á 40 höggum. Geri aðrir betur. Já, líklega gera aðrir betur. En hitt er annað mál að aldrei hef ég spilað á svo fáum höggum. 89 !!! Held ég hafi aldrei farið undir 100 áður. Bæting smæting, framfarir samfarir. Þess má samt geta að Birgir spilaði á 86 höggum og vann mig !!!

Svo er það bara Úthlíð á morgun. Síðan Eurovision party/ammæli/útskrift um kvöldið. Mér skilst á mér vitrari mönnum að það verði tekið all hressilega á því. Meira um það síðar.

Hagnaðurinn
Var að skauta um himingeima internetsins núna rétt í þessu. Fór ekki eins og ég hafði gert ráð fyrir. Það er ekki nógu gott að hafa upphafssíðuna sína erlenda. Þannig er nefnilega með mig. Ég er með my.yahoo.com sem upphafssíðu og þar er svona entertainment news. Stóð ekki þar skýrum stöfum hver vann American Idol. Ég ætla samt ekki að segja ykkur, enda þá ekkert gaman að horfa.

Ég ætla að grilla í kvöld og horfa. Kannski ég drekki rauðvín með. Það gæti orðið gaman. Svo bara Úthlíð á morgun. Hvað er það?

Hagnaðurinn

fimmtudagur, maí 22, 2003

Bisness Plan...

Nú fer ég sko að hagnast big time enda kallaður Hagnaðurinn. Hvernig ætla ég að fara að því? Jú, svona. Það berast okkur fréttir reglulega að sundmenn standi sig vel í einhverju móti... en það vantar aðeins herslumuninn að þeir komist á verðlaunapall. Selma Björns náði öðru sætinu í Júróvísjón fyrir nokkrum árum, og það vantaði aðeins herslumuninn að hún ynni. Jón Arnar Magnússon er einn af mestu íþróttamönnum þjóðarinnar og hefur hann oft staðið sig vel á stórmótum útí heimi en oftar en ekki hefur vantað herslumuninn að hann kæmist í verðlaunasæti. Ég hef lausnina. Hagnaðurinn hefur lausnina. Ég ætla að fara að framleiða herslumun og setja á dollur og selja öllu þessu fólki sem vantar herslumun. Ég á eftir að vinna Bjartsýnisverðlaun Bröste. En ég er viss um að ‘Herslumunur Hauks’ eigi eftir að seljast eins og heitar lummur. Það leiðir hugann að annarri afurð sem ég ætla að hagnast á.

Ég ætla að fara að selja heitar lummur. Hversu oft heyrir maður ekki að varningur seljist eins og heitar lummur? Á heitum sumardögum selst ís eins og heitar lummur. Pítsur seljast eins og heitar lummur. Og svo framvegis og svo framvegis. Ég er fær bakari og ég er viss um það þessar heitu lummur mínar eigi eftir að seljast eins og heitar lummur. En það er mikilvægt að þær séu heitar. Aldrei heyrir maður að nokkuð seljist eins og kaldar lummur.

Þetta er bisness plan dagsins. Ekki reyna að stela því.

Hagnaðurinn hagnast alltaf
Bíógagnrýni

Maður er bara alltaf í bíó núna. Fór einn í bíó um daginn, og var það í fyrsta skipti á minni 24,37 ára löngu ævi. Í dag var komið að kellingabíó. Harpa vildi sjá myndina “Hvernig á að missa gæja á 10 dögum”.

Jújú, ég fór með. Hafði reyndar heyrt að þetta væri ekki svo slæmt. Ekki skemmdi heldur að Kate Hudson var þarna. Hún er alveg megaflott gella. Sá hana held ég fyrst í myndinni Almost Famous. Það er góð mynd. Downloadaði Elton John lagi eftir að hafa séð myndina. Hélt ég myndi aldrei gera það. En ‘Tiny Dancer’ er bara helvíti góð ballaða. Aftur að myndinni.

Dómur. Ég hló nokkrum sinnum, eiginlega bara oft. Það er gott að segja hahaha. Samt var þetta ekkert hóhóhó eða hehehe. Ég verð líklega búinn að gleyma þessari mynd þegar ég vakna á morgun, ekki það að ég sé gullfiskur, meira bara að handritið hafi verið froða. Það vakti líka athygli mína að fröken Hudson hefur engar svalir. Hvar eru svalirnar segi ég? Matthew McTexaco er örugglega ágætur líka þó ég hafi aldrei fílað gæjann, ætli hann sé nokkuð mín týpa? Stjörnur? Segjum 68*/100*. Það er pottþétt D+.

Hagnaðurinn
Veitingastaður prófaður

Ég var svangur áðan eins og svo oft áður. Nennti ég þó ekki að elda, eins og stundum. Var því ákveðið að skella sér út að eta. Maccarinn... nei !!! Neðanjarðarlest... nei !!! Við Harpa tókum áhættu, vorum villt og fórum á Old West.

Staðurinn. Old West er svona Ruby Tuesday/American Style/Þakka Guði að það er föstudagur staður. Staðurinn er á laugarvegi, þar sem sjónvarpið var áður til húsa. Þetta er einn af þessum stöðum sem virka ekki heillandi utan frá. Engin neon skilti og ekkert sem dregur mann að. Ástæðan að ég vildi fara þangað er að Dr. Gunni talaði aðeins um þennan stað í útvarpsþættinum Zombie. Var hans umfjöllun nokkuð jákvæð. Ég vill treysta fólki sem er með Dr. framan við nafnið sitt.

Þegar inn var komið þá var þetta nokkuð skemmtilegur staður. Eins og nafn staðarins getur til kynna þá var þetta svona country staður. Shania Twain var í spilaranum. Kúrekastígvél, hnakkar og eitthvað svona dót hékk á veggjunum. Nokkuð kúl en ekki alveg nógu gott. Þetta var of mikið feik. Það var eiginlega of hreint þarna inni til að maður var að kaupa þetta. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt. Væntanlega gott.... þetta er jú veitingastaður. Þjónusta á staðnum var til mikillar fyrirmyndar, enda eiginlega ekki annað hægt þar sem eiginlega ekkert var að gera, kannski setið á 3 borðum af svona 20.

Maturinn. Sammála Doktornum að matseðilinn er afar óheillandi, aðeins eitt A4 blað, engar myndir. Verðið er sanngjarnt, svipað og stællinn. Frí áfylling á gos. Pepsi, ekki kók. Fékk mér BBQ borgara. Klassa borgari, fínar fröllur. Náði ekki að klára matinn, og er það gott.

Niðurstaða. Ég mæli eindregið með að fólk prófi þennan stað. Hættum að fara alltaf á Stælinn og KFC og prófum eitthvað nýtt. Sýnum í verki að við fílum öll country innst inni.

þriðjudagur, maí 20, 2003

Jæja, þá...

... þá er maður bara kominn aftur til Castro eftir eins árs fjarveru... allar þessar minningar... Það er skrítið að vera kominn aftur, en alls ekki leiðinlegt. Ég, Bjarni Þór, Daði Guð og Jón Ingi Jóningason erum þarna ásamt fleiri góðum mönnum. Ég man ég sagði fyrir svona fimm árum “pælið í því ef við verðum hérna þegar við erum komnir með stúdentspróf, hehehehehe”. Já, okkur þótti þetta fyndið þá. En í dag er þetta bara sorglegt. En samt óborganlegt.

... þá er maður búinn að sjá Matrix Reloaded. Veisla fyrir augað og í rauninni magnað helvíti. Hins vegar var þetta soldill smúll fyrir eyrað. Ætla líklega að sjá hana aftur áður en ég gef upp endanlegan dóm. Í rauðum skóm.

... er ég búinn að skúra í dag. Megaleiðinlegt. Hversu leiðinlegt getur eitthvað verið? En ég fæ víst borgað fyrir þetta, já eða við... og það er skárra en að skúra heima hjá sér frítt... sem nota bene ég geri alltaf.

.... er ég búinn að fara í golf í dag. Fór ég ásamt Daða Guð a.k.a. “Meistaranum” a.k.a. “nr. 3”. Þetta var nú bara létt driving keppni uppí skíðabrekku. Léttur sigur hjá mér. Kom ekki á óvart. Nýbúinn að spila á PGA velli sko... “where the professionals play”. Hey hey hey.

.... er ég búinn að hreyfa á mér illa lyktandi loðið rassgatið í dag. Fór í körfu ásamt Krissa, bróður hans og vini hans. Gamlir unnu unga. Enda eru þeir ekki einu sinni komnir með punga. Ég hef aldrei verið í verra formi. Ég bjó einu sinni á dormi.

Nokkuð busy dagur hjá mér. Svona eiga dagar að vera. “Palli productivity” yrði stoltur af mér núna. Ný dagur á morgun og ný tækifæri. Ég held ég fari bara á fund á morgun. Meira um það síðar.

Ætla að halda áfram með bókina “Óvinurinn” eftir einhvern. Mamma sagði að hún væri góð. Ljóð.

Vá hvað ég er búinn að ríma. Gríma.

Hagnaðurinn

sunnudagur, maí 18, 2003

Jæja jæja...

Þá er maður bara kominn heim frá Ameríkunni. Afar hressandi ferð þangað og til fyrirmyndar mjög. Var margt gert sér til gamans, en aðallega drukkið bjór og spilað golf... sem var einmitt planið áður en við fórum.

Er aftur byrjaður að vinna hjá Castró. Það er ekki hressandi en þó skömminni skárra en helvítis byggingavinnan. Þvílíkur viðbjóður það var. Það er hálfgert best-of lið að vinna þarna með mig sjálfan og Bjarna Þór fremsta í flokki með alls 14 ára reynslu. Life is sad.

Fór í leikhús í gær. Sá Rómeó og Júlíu. Frændi Hörpu leikur í þessi riti. Þetta var voða skemmtilegt og svona en ég var ekki alveg að ná söguþræðinum fyrsta hálftímann. Hef aldrei lesið Sjeikspír og geri ekki ráð fyrir að gera það. Samt fín skemmtun.

Svo er bara Matrix á eftir. Búinn að sjá úr henni og á von á algerri bombu. Bje o bje u.

Fleira er það ekki að sinni. Formúlan að fara að byrja. Nenni ekki að horfa. Ætla frekar að tala við Betty vinkonu mína og sjá hvernig Crocker hefur það.

Auf wiedersehen.

Hagnaðurinn

þriðjudagur, maí 06, 2003

Jæja. Þá er kominn þriðjudagur og kominn tími á golf aftur.

Núna er enginn smá völlur framundan. Þetta er alvöru. Hagnaðurinn verður bara nett stressaður að hugsa um að spila þarna. Hvað ef Tigerinn verður fyrir aftan mig? Shit.....

Það kostar $165 að spila þarna núna, en Hagnaðurinn sýnir alltaf hagnað og ég reddaði mér díl á $32. Ekki slæmt að þekkja Mr. Bones.

Læt ykkur vita hvað ég verð mörgum skotum yfir 100. Ætti að vera slatti ef ég þekki mína spilamennsku nógu vel.

Yfir og út.

Hagnaðurinn