þriðjudagur, maí 27, 2003

Bloh bloh bloh

Nú bullar og sýður á Hagnaðinum. Var að fá bréf frá Copenhagen Business School í dag og það er ekkert Denmark, Ingimar Stenmark. Fékk fokking synjun frá skólanum. ‘Turn frustration into fascination’. Gott að minna sig á þessu fleygu orð núna.

Ástæða synjunar: “... you are lacking in the fields of: Marketing (10 ECTS credits) in order to qualify for the cand.merc.-program.” Hvað andskotans rugl er þetta? Ég var á Finance braut útí USA og er að sækja um á Finance braut í Danmörku. Þá þarf marketing smarketing að stoppa umsóknina. Sumt skil ég ekki og get eiginlega ekkert gert því “the admissions councils decision is final”.

Er núna að skoða nám hérna heima. Líklegast núna er Mastersnám í Hagfræði í HÍ. Ég vill samt eiginlega forðast HÍ eins og heitan eldinn. Kannski ég láti mig hafa það frekar en að bera spýtur annan vetur.

Yfir í léttara efni. Fékk þessa vísu senda í SMS í dag. Veit ekki hver samdi hana.

Með rauða lokka
En engan þokka
Í gömlum fötum
Öll útí götum
Eru einu launin
Að vera kallaður Baunin


Veit ekki hvort er meira bull, þessi vísa eða bréfið frá CBS. En allavega, ástandið gæti verið verra. Be fascinated.

Hagnaðurinn