þriðjudagur, maí 20, 2003

Jæja, þá...

... þá er maður bara kominn aftur til Castro eftir eins árs fjarveru... allar þessar minningar... Það er skrítið að vera kominn aftur, en alls ekki leiðinlegt. Ég, Bjarni Þór, Daði Guð og Jón Ingi Jóningason erum þarna ásamt fleiri góðum mönnum. Ég man ég sagði fyrir svona fimm árum “pælið í því ef við verðum hérna þegar við erum komnir með stúdentspróf, hehehehehe”. Já, okkur þótti þetta fyndið þá. En í dag er þetta bara sorglegt. En samt óborganlegt.

... þá er maður búinn að sjá Matrix Reloaded. Veisla fyrir augað og í rauninni magnað helvíti. Hins vegar var þetta soldill smúll fyrir eyrað. Ætla líklega að sjá hana aftur áður en ég gef upp endanlegan dóm. Í rauðum skóm.

... er ég búinn að skúra í dag. Megaleiðinlegt. Hversu leiðinlegt getur eitthvað verið? En ég fæ víst borgað fyrir þetta, já eða við... og það er skárra en að skúra heima hjá sér frítt... sem nota bene ég geri alltaf.

.... er ég búinn að fara í golf í dag. Fór ég ásamt Daða Guð a.k.a. “Meistaranum” a.k.a. “nr. 3”. Þetta var nú bara létt driving keppni uppí skíðabrekku. Léttur sigur hjá mér. Kom ekki á óvart. Nýbúinn að spila á PGA velli sko... “where the professionals play”. Hey hey hey.

.... er ég búinn að hreyfa á mér illa lyktandi loðið rassgatið í dag. Fór í körfu ásamt Krissa, bróður hans og vini hans. Gamlir unnu unga. Enda eru þeir ekki einu sinni komnir með punga. Ég hef aldrei verið í verra formi. Ég bjó einu sinni á dormi.

Nokkuð busy dagur hjá mér. Svona eiga dagar að vera. “Palli productivity” yrði stoltur af mér núna. Ný dagur á morgun og ný tækifæri. Ég held ég fari bara á fund á morgun. Meira um það síðar.

Ætla að halda áfram með bókina “Óvinurinn” eftir einhvern. Mamma sagði að hún væri góð. Ljóð.

Vá hvað ég er búinn að ríma. Gríma.

Hagnaðurinn